Niðurstaða skoðanakönnunar um Bakkafjöru, já eða nei og fleira

Eftir að hafa staðið í rúman einn mánuð, þá er niðurstaða könnunar minnar þessi: 496 tölvur hafa kosið (miðað við að enginn hafi svindlað). 58,1% segja nei við Bakkafjöru, en 41,9% já. Áður enn þessi skoðanakönnun hófst hjá mér, var ég ekki viss um hvernig hún færi, en eftir að hafa auglýst hana ýtarlega og komið að máli við fjölmarga aðila, sem ég hef vitnað í, bæði þá sem eru á móti og með. Einnig eftir að hafa séð þær kannanir sem Hanna Birna (milli 70-80% nei við Bakkafjöru) og Grétar Ómars (70% já við Bakkafjöru) þá er mín niðurstaða sú, að bæjarstjórn Vestmannaeyja stendur ein og án stuðnings eyjamanna í þessu máli. Nokkrir hafa reynt að eyðileggja þessa skoðanakönnun með neikvæðni og að hún sé ekki marktæk. Sjálfur hef ég rætt við tölvugúrú, um þann möguleika hvort hægt sé að svindla á henni (ekki kann ég það sjálfur) vissulega er það hægt, en ég trúi því ekki, að nokkrum manni detti í það í hug, enda græðir enginn neitt á því. Hinsvegar er hægt að segja, að hin raunverulega afstaða eyjamanna fáist aldrei nema með kosningu, en ég skil hinsvegar, að bæjarstjórnin leggi ekki í kosningu vegna þess, einfaldlega, að mín tilfinning er sú, að henni myndi bæjarstjórnin tapa.

Mig langar að þakka öllum þeim sem tóku þátt í umræðunni, kosningunni og bryggjuspjallinu og að sjálfsögðu eru allir velkomnir að kíkja til mín í Blíðukró til að ræða hvort sem er Bakkafjöru eða önnur mál.

Á eyjar.net í dag er Jarl Sigurgeirsson með grein, þar sem hann gangrýnir skrif Guðmundar organista. Að sjálfsögðu er lítið mál að finna ýmislegt sem hægt er að setja út á skrifin hjá Jarli, sérstaklega þar sem hann er enn einu sinni að reyna að metast um tímamismuninn á því, hvað það tekur langan tíma að komast á höfuðborgarsvæðið með Bakkafjöru leiðinni eða Herjólfi. Það sem mér finnst um þetta er í raun og veru einfalt: með nýju, hraðgengu skipi ertu tvo og hálfan til þrjá tíma að komast á höfuðborgarsvæðið, en með Bakkafjöruferjunni og bílferð ertu við bestu aðstæður tvo tíma að komast, en þrjá tíma við verstu aðstæður. Þarna er ekki mikill munur, en að mínu mati, er aðal munurinn sá, að ef vegirnir hefðu verið teknir inn í áhættumatið, væri að sjálfsögðu Bakkafjöru leiðin margfalt hættulegri, eins og slysatíðnin á þjóðvegi 1 sýnir. Ekki nenni ég að tjá mig meira um skrifin hjá Jarli, en nægir að benda á orð eins og rógburð og hræðsluáróður, sem gerir að mínu mati hann of hlutdrægan til að vera marktækan.

Ég vona það svo sannarlega, að alt gangi upp í þessu Bakkafjöru ævintýri og að það verði okkur til framdráttar, en ítreka enn einu sinni, að áður en ég fór á fund upp í höll, þar sem Gísli Viggósson útskýrði sína lokaskýrslu um Bakkafjöru, var ég á báðum áttum, en kannski því miður, þá tókst honum að sannfæri mig um, að þetta væri ekki besti kosturinn í samgöngumálum okkar eyjamanna.

Ég sé á netinu, að Herjólfur ákvað að fara ekki afstað á réttum tíma vegna óveðurs, en það sem vekur mesta athygli mína, er að enn einu sinni er Bakkafjöruduflið dottið út, svo mig langar að nefna atriði, sem ég hef ekki nefnt áður, í sambandi við duflið. Á tímabilinu janúar til og með mars 2007, voru 30 dagar ófærir í Bakkafjöru. Í apríl síðastliðnum tók ég eftir því að í 10 daga sýndi duflið ekkert. Ákvað ég þá að hringja í Siglingamálastofnun og var gefið samband við stjórnstöðina, sem fylgist með ölduduflunum. Ég spurði hversvegna duflið í Bakkafjöru sýndi ekki neitt, og var mér þá sagt, að það hefði komið skipun ofanfrá, að skipta ætti um duflið. Var það og gert síðastliðið vor. Síðan þá hefur þetta dufl, sem margir reyndir sjómenn segja sé á röngum stað til að mæla hina raunverulega öldu, oft á tíðum, þegar það er búið að ná sér upp í þá ölduhæð að það er orðið ófært, verið alveg ótrúlega fljótt að detta niður. Miðað við mína reynslu á sjó við eyjar, þá tekur það yfirleitt lágmark um sólarhring fyrir ölduna að lægja eftir mikla brælu. Ekki ætla ég að halda því fram, að þarna sé eitthvað óeðlilegt í gangi, en það vakti athygli mína, að enginn vildi kannast við að hafa tekið ákvörðun um að skipta um duflið, eða hversvegna.

Meira seinna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það þarf í raun og veru ekkert Bakkafjörudufl til að átta sig á hvort lendandi er við Bakkafjöru.

Notar þú eitthvað dufl til að ákveða hvort þú ferð í róður? Í Vestmannaeyjum er hvergi betra að ákveða hvort hæt sé að fara á sjó. Þar sést um allan sjó frá Stórhöfða og fleiri stöðum. Það er lveg skýrt að sjómenn, bæði í Vestmannaeyjum og eins þeir sem hafa stundað sjó þar í kring, eru mikið dómbærari á þau skilyrði sem eru dags daglega við Bakkafjöru en einhverjir pólitíkusar sem eru sífellt á atkvæðaveiðum.

Ef ákvrðun verður tekin um að ráðast í framkvæmdir á Bakkafjöru, þarf að taka rekstur ferjunnar úr höndum gróðapunga og afhanda hann heimamönnum.

Annars fer mjög illa.

Þórbergur Torfason, 2.11.2007 kl. 00:04

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Þórbergur,ég fer alltaf eftir duflinu við Surt til að sjá hvort að það sé sjóveður eða ekki og fer eftir ákveðnu viðmiði . kv.

Georg Eiður Arnarson, 2.11.2007 kl. 00:10

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ok. Segir það dufl þér eitthvað um sjólag innan við Eyjar og um það sem í vændum er?

ég stundaði sjó frá Vestmannaeyjum í áratug. Auk þess horfi ég daglega á brimið við suðurströndina.

Þess vegna geld ég mikinn varhug við því að einhverjir peningahyggjumenn komi til með að reka ferju sem gengur milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru. Þeir gera kröfu um ávöxtun og ekkert annað.

Þórbergur Torfason, 2.11.2007 kl. 01:11

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Þórbergur, já það segir mér hvort það sé veður innan við eyjar enda hef ég róið hér í 20 ár, en að öðru leiti er ég algerlega sammála þér. kv.

 Ps, viðmiðið er 3 metrar suður í sundum og 4 metrar innan við eyjar og svo er þetta líka spurning um veður og veðurspá.

Georg Eiður Arnarson, 2.11.2007 kl. 07:06

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góða kvöldið Georg, er maður ekki í jafn mikilli hættu í bíl á leiðinni til Reykjavíkur hvort sem er farið Hellisheiði eða Þrengsli? Það er það versta í þessu Bakkafjörumáli að "þeir"eru búnir að ákveða að byggja höfn þarna og ég er skíthræddur um að það verði smábátahöfn sem verður byggð því miður!

Helgi Þór Gunnarsson, 2.11.2007 kl. 23:17

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Helgi, aðal slysa hættan er á kaflanum frá Selfossi og upp á Hellisheiði, sá kafli er bæði mun lengri og miklu meiri umferð heldur en á Þrengsla vegi.

Georg Eiður Arnarson, 3.11.2007 kl. 00:12

7 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Eigi veit ég það svo ofboðslega mikið en hitt veit ég þó að það er aldrei of varlega farið hvort heldur á láð eða legi.

Helgi Þór Gunnarsson, 3.11.2007 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband