4.11.2007 | 11:31
Bakkafjara, viðbót og fleira
Ég var að tala við vin minn og þingmann okkar, Grétar Mar Jónsson. Sagði hann mér meðal annars frá ferð sinni og annarra þingmanna suðurkjördæmis í kjördæmaviku. Komu þeir meðal annars til eyja í síðustu viku, en stoppuðu stutt. Áttu þeir fund með bæjarstjórn Vestmannaeyja, þar sem einungis var talað um kröfu útgerðarmanna í eyjum um að fella niður veiðigjöld. Lítillega var minnst á Bakkafjöru og var greinilegt að bæjarstjórnin í eyjum hafði ekki áhuga á að ræða um Bakkafjöru.
Var síðan haldið upp á Hvolsvöll, þar sem Grétar Mar beindi þeirri spurningu sérstaklega að sveitarstjóranum, Unni Brá, hvað henni fyndist um Bakkafjöru, og fékk þau svör, að hún vildi ekki ræða Bakkafjöru, enda væri búið að ákveða þetta.
Næst var haldið upp í Þykkvabæ og ræddi Grétar þar sérstaklega við oddvitann í Þykkvabæ um Bakkafjöru. Svörin sem hann fékk þar voru á þann veginn, að oddvitinn hefði oft séð þvílíkar breytingar á söndunum eftir brælur, að hann hefði ekki nokkra trú á því, að þetta gæti gengið.
Ýmis önnur mál ræddum við Grétar Mar, m.a. mjög undarlega ákvörðun sjávarútvegsráðherra að opna fyrir snurvoða veiði í fjörunni frá Þorlákshöfn að Bakka. Var sú ástæða gefin upp, að á þessu svæði fengist eingöngu ýsa. Eins og flestir sjómenn, sem róið hafa við suðurströndina, þá þekkjum við það að vissulega er það rétt að mikið er af ýsu í fjörunni, en oft mjög smá og ræfilsleg, enda er hún þarna í æti ( Nýlega var lokað fyrir trollveiðar þarna vegna of mikils undirmáls ýsu í aflanum). Einnig er mjög mikið af kola þarna, en það sem gerir þessa ákvörðun sjávarútvegsráðherra hvað undarlegasta, er sú staðreynd að einmitt þarna í fjörunni gengur og hrygnir stærsti og verðmætasti þorskurinn og hrygnir m.a. mikið í kringum Sandagrunn. Einnig er ljóst að mikið af svartfugli við eyjar sækir þarna inn eftir í æti, m.a. sandsíli og er alveg ljóst, að þessar veiðar munu skaða það mikið. Ekki mátti nú svartfuglinn í eyjum við því. Það virðist vera þannig, að ef hagsmunaaðilar suða nógu lengi í sjávarútvegsráðherra, virðist vera hægt að ná jafnvel svona heimskulegri opnun í gegn, sem mun fyrst og fremst skaða lífríkið til lengri tíma litið. Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Innlitskvitt...
Heiða Þórðar, 4.11.2007 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.