Bakkafjara, 4,2 metrar = ófært

Enn einu sinni er orðið ófært í Bakkafjöru og stefnir þetta í að verða allavega tveir mánuðir ófærir á þessu ári (það er ekki boðlegt í samgöngumálum okkar eyjamanna).

Vissulega er það ánægjulegt, að eyjamenn ætli sér að bjóða í rekstur Bakkaferju, en ég hefði nú frekar kosið að við værum að bjóða í rekstur á nýjum Herjólfi.

Bæjarstjórinn okkar segir, að með bakkafjöru muni opnast fjölmargir möguleikar og ný atvinnutækifæri. Ekki veit ég hvort það sé rétt, en kannski maður geti fengið vinnu einhverstaðar á suðurlandi við að heyja (það var nú alltaf gaman í sveitinni í gamla daga). Það sem bæjarstjórinn nefnir hinsvegar ekki, er það að miklar líkur eru á því, að fjölmörg störf í Vestmannaeyjum tapist með Bakkafjöru. Margir hafa nefnt við mig þann möguleika að með Bakkafjöruhöfn, þá myndi ríkið nota tækifærið og skerða heilbrigðisþjónustu okkar, vegna þess að það sé styttri tími að komast í heilbrigðisþjónustu annars staðar á suðurlandi (þessu megum við ekki við, enda er hálfsmánaðar bið eftir tíma hjá lækni í eyjum). Einnig gæti verið skerðing hjá lögreglunni og ýmsum störfum á vegum ríkisins í Vestmannaeyjum, annaðhvort lögð niður eða sameinuð sambærilegum störfum í öðrum bæjarfélögum á suðurlandi.  Meira seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Georg

Ég held að við megum aldrei hugsa þetta þannig að með því að einangra okkur sem mest þá séum við öruggust.   Þá bíður okkar ekkert annað en algjör hnignun.  Við verðum að taka þátt í eðlilegri þróun og aðlaga okkur nýjum og breyttum tímum ef við ætlum að verða alvöru bæjarfélag áfram. 
Ég hef velt því fyrir mér varðandi það að keyra þennann spotta frá Bakka og til Reykjavíkur sem sumir kvarta yfir og vilja frekar sigla í Herjólfi til Þorlákshafnar til að stytta keyrsluna.  Sæum við fyrir okkur að þeir sem búa í VÍK myndu t.d. vilja taka upp ferjusiglingar til Þorlákshafnar í stað þess að hafa þann möguleika á að keyra alla leið. Velti því fyrir mér.

kv
Egill Arnar

Egill Arnar (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 13:08

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Egill, þetta er ekki sambærilegur möguleiki, en að sjálfsögðu hefði verið best fyrir okkur að geta keyrt alla leið, þ.e.a.s. í gegnum göng. Með Bakkafjöru hinsvegar þá erum við í versta falli að færa samgöngur okkar aftur um 40 ár, en að minnsta kosti að velja mun hættulegri leið, heldur en nýjan og hraðgengari Herjólf. Það er ljóst, að miðað við veðrið í ár, þá er Bakkafjara ekki valkostur að mínu mati.

p/s Það eru 4,4 metrar núna og algjörlega ófært.

Georg Eiður Arnarson, 6.11.2007 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband