Samgöngumál

Það er mjög undarlegt að skoða grein, sem er inni á eyjar.net núna, þar sem fyrirsögnin er þessi: Ófært hefði verið í fjóra daga það sem af er ári. Frátafir við Bakkafjöru 1. jan 2007 - 31. okt. 2007.

Þar sem ég hef skrifað nú þegar 40 sinnum ófært á þessu sama tímabili (að sjálfsögðu ekki alt heilir dagar), langar mig að koma á framfæri nokkrar athugasemdir við þessa grein. Í þessari grein eru hvergi taldar upp frátafir, hvorki í janúar síðastliðinn né núna í október og þykir mér það vægast sagt mjög undarlegt mál, því ég veit ekki betur en að ég hafi talið ca. tíu daga ófæra í okt. Ekki man ég hversu margir dagar voru ófærir í jan. en hann var allavega mjög erfiður fyrir sjómenn. Einnig þykir mér mjög skrítið að segja að 4 heilir dagar hafi verið ófærir á árinu, stilla síðan deginum upp í 4 frátafa tímabil, fá síðan samtals út 44 frátafir og reikna það síðan út sem fjóra heila daga í frátöfum. Ég hefði haldið að þetta væru 11 heilir dagar samtals í frátöfum.

Til að útskýra fyrir fólki, hvernig stendur á því, að stundum eru tvö og jafnvel þrjú tímabil ófær á sama degi, en eitt til tvö fær, þá er eins og flest allir vita, fallaskipti á sex tíma fresti. Þegar fallaskiptin eru, er það alþekkt að oft lægir sjóinn á meðan, og meira að segja vind stundum. Stundum bara í nokkrar mínútur, en þetta getur staðið jafnvel í klukkustund. Þetta getur skýrt að mínu mati, hversvegna stundum er fært, samkv. dufli og stundum ekki. Margir sjómenn hafa haldið því fram að duflið sé ekki á réttum stað til að mæla hina raunverulega öldu í Bakkafjöru, ég hef hinsvegar ekki skoðað það sjálfur og ætla því ekki að meta það, en hefði talið það mun betri kost, til að fá betri upplýsingar, að hafa allavega 3 eða 4 dufl á svæðinu.

Eitt atriði í viðbót úr þessari grein. Í endanum á henni segir að frátafir á siglingaleið Herjólfs milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja, séu á milli 5-7 dagar á ári, sem falla niður í heild sinni og því séu um sambærilegar tölur að ræða milli þessara tveggja siglingaleiða. Þessu er ég ekki sammála, því ef ég man rétt og tek þá tíu ár aftur i tímann, þá er allavega helmingurinn af þeim árum, þar sem engin ferð fellur niður og í raun og veru bara eitt ár, þar sem hægt er að tala um sjö daga en þar af hluta til bara önnur ferð felld niður. En að sjálfsögðu, með stærri og hraðskreiðari Herjólfi, yrðu frátafir nánast úr sögunni, og það er það sem okkur vantar.

Ekki veit ég, hver ber ábyrgð á þessari grein, en skora á hann að birta líka tölur fyrir janúar og október og það sem af er nóvember, þá kæmi það mér ekki á óvart, þótt frátafir væru nú þegar orðnar, eins og ég held fram, milli 40 og 50 dagar, en ekki allan daginn. Ég er ekki viss um að það verði okkur til hagsbóta að vera að eltast við það allan veturinn, hvort fært sé eða ófært í Bakkafjöru í hvert skipti sem vindar eitthvað, en ítreka ósk mína, að vonandi verður þetta bara í lagi. Meira seinna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Ligg ekki á skoðun minni hvað okkur Eyjamönnum er fyrir bestu í samgöngumálum, en það er nýr stærri og hraðskreiðari Herjólfur.  Kveðja 

Þorkell Sigurjónsson, 8.11.2007 kl. 15:48

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Hefi ávallt verið þeirrar skoðunar, að eina vitið sé nýr stærri og hraðskreiðari Herjólfur.  Kveðja

Þorkell Sigurjónsson, 8.11.2007 kl. 15:51

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Nýr stærri og hraðskreiðari Herjólfur er málið.  Kveðja

Þorkell Sigurjónsson, 8.11.2007 kl. 15:54

4 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 8.11.2007 kl. 16:36

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Takk fyrir kveðjurnar og þarna erum við allvel sammála.kv.

Georg Eiður Arnarson, 8.11.2007 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband