Ekki veit ég hvernig þetta endar

En vonandi eru það góðar fréttir ef tekst að halda kvótanum hér. Það er hinsvegar stór spurning hversu lengi menn ætla að berjast fyrir óbreyttu kvótakerfi, því ekki er það að skila okkur árangri við að byggja upp Þorsk stofninn og margt sem bentir til þess að þetta geti bara versnað.

PS, til hamingju ÍBV strákar með sigurinn,  sá fyrsti og örugglega ekki sá síðasti.  Áfram ÍBV.


mbl.is Ákvörðun um hlutahafafund tekin í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Flestir gera sér grein fyrir því að HAFRÓ er á villigötum í rannsóknum sínum á stofnstærð þorsks sem svo leiðir til arfavitlausrar fiskveiðiráðgjafar sem Sjávarútvegsráðherra "kýs" svo að fara eftir eins og um sé að ræða "heilög" fræði.  Því er það allra hagur að þetta fiskveiðistjórnunarkerfi, sem hefur fengið tæp 25 ár til þess að sanna að það er með öllu ónothæft, verði aflagt og menn viðurkenni að þarna urðu mikil mistök.

Jóhann Elíasson, 24.11.2007 kl. 22:29

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

HALELÚJA....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.11.2007 kl. 03:34

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Gleymdi því að ég ætlaði að segja honum Georg að hann gæti alveg sofið rólegur fyrir þessu rugli, Binni bankapjakkur sér fyrir því.....þangað til hann vantar að innkalla....þá....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.11.2007 kl. 03:39

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Einmitt Hafsteinn, nákvæmlega þannig verður það og er örugglega styttra í innlausn hjá Binna en flesta grunar.

Níels A. Ársælsson., 25.11.2007 kl. 12:43

5 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sælir strákar, vonandi hefur þú ekki rétt fyrir þér Níels, enda er nokkuð ljóst að eyjamenn munu ekki endalaust finna fjársterka aðila til að taka við þeim sem vilja hætta.

  Nýlega lenti ég á spjalli við trillukarl sem hefur keypt talsvert af kvóta síðustu árin og sá sagði mér að hann ætlaði pottþétt að selja þegar hann hætti og þá þeim sem biði hæst.

Fyrir nokkrum árum síðan sagði eftirlitsmaður fiskistofu mér eftirfaraandi setningu : Þetta kvótakerfi er sennilega eitt versta kvótakerfi sem nokkurn tíman hefur verið fundið upp, hvað þá unnið eftir.

Georg Eiður Arnarson, 25.11.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband