Herjólfur og Bakkafjara

Ég var að frétta af Herjólfi, hann er nú á leiðinni til eyja í suðaustan 30, og verður sennilega ekki í höfn fyrr en milli eitt og tvö í nótt. Á Stórhöfða eru núna austan 30 metrar, en það sem vekur mesta athygli er, að í Bakkafjöru eru aðeins 2,8 metrar, sem hefði að öllu jöfnuðu þýtt að þar væri fært, en spurningin er þessi: Trúir því einhver að fært sé í Bakkafjöru í austan 30 metrum eða meira? Ég bar þessa spurningu undir Jón Bernódusson fyrir nokkru og þar sem hann er gamall eyjamaður, þá var svar hans eftirfarandi: Að sjálfsögðu er ófært í Bakkafjöru í 30 metrum, þótt duflið sýni það ekki. Ég ítreka því skoðun Jóns og tek undir, að aðalatriðið er þetta. Verði farið í þetta Bakkafjöru ævintýri, þá er algjört lykilatriði, að ferjan verði ekki styttri en 67 metrar. Ég get tekið undir þetta hjá Jóni, vegna þess að sjálfur er ég að sjálfsögðu á einnar öldu skipi, sem þýðir að ég þarf að fara upp og niður ölduna sem þýðir, að þegar maður lendir á vondu lensi sem er eitthvað það hættulegasta sem skip lenda í, þá er það ekkert grín að fá stórar öldur aftan á skipið og þurfa að taka á öllu sínu, til að missa ekki stjórn á skipinu. Það sem er að nú verandi Herjólfi er, að hann er líka einnar öldu skip. Á siglingarleiðinni Vestmannaeyjar - Þorlákshöfn er lengra á milli aldanna þannig að til þess að skip á þeirri siglingaleið fari ekki að höggva, eins og Herjólfur er að gera á þessari stundu og gengur hægt, þá þarf skip á þeirri siglingaleið að vera helst ekki styttra en 100 metrar þó vissulega sé alltaf erfitt að keyra á móti roki, þá myndi þannig skip fara mun betur með farþegana.

(Vinir mínir) Sigursveinn og Kjartan eru frekar óhressir með mín skrif og þá sérstaklega þegar ég segi frá samtali mínu við Kjartan. Ég vil að sjálfsögðu taka það fram, að það að birta á bloggsíðu minni samtal okkar Kjartans er alls ekki gert til þess að skaða hann á einn eða neinn hátt. Sigursveinn hinsvegar ítrekar á sinni bloggsíðu að kosið hafi verið um Bakkafjöru 2006 og að það séu fleiri en hann á þeirri skoðun. Ég hef hinsvegar hvergi séð þá skoðun hjá öðrum, nema sem komment við skrif hjá honum, svo ég ítreka mína skoðun á þessu, eftir samtöl við fulltrúa D og V lista, þetta er ótrúlega vitlaust.

p/s Svenni minn, við vitum nú hvor er grófari í boltanum og ætli ég verði ekki að mæta með legghlífar og hjálm á næstu æfingu.Crying

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Skipuð þarf líka að vera búið það öflugri aðalvél, að það ráði við að reyna margar atrennur að höfninni.

Jóhann Elíasson, 26.11.2007 kl. 10:28

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, samgöngumál Vestmannaeyinga, voru sett á "oddinn"  hjá frambjóðendum ALLRA flokka fyrir kosningar til alþingis í vor, ekkert hefur gerst hingað til.  Hvar eru þeir sem háðu kosningabaráttu í vor?

Jóhann Elíasson, 26.11.2007 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband