Sjávarútvegur

Það er margt og mikið að gerast í sjávarútvegsmálum þessa dagana. Síldin mokveiðist í Grundarfirði og er aðeins í þessum eina firði, búið að taka nú þegar 60 þús. tonn, og enginn veit, hvers vegna síldin er bara þarna.

Kvótaleigan og kvótaverð á þorski rýkur upp og er eftir nýjustu upplýsingum, leigan á einu þorsk-kílói komin yfir 220 kr. kg. en verð á varanlegum þorskkvóta komið í 4000 kr. kg. Blandaður þorskur er að seljast á Fiskmarkaði Vestmannaeyja í dag frá 260-300 kr. kg.

Nýjasta útspil sjávarútvegsráðherra í þessu kvótakerfi er að nú á að skikka líka þá sem veiða með veiðistöng til að leigja sér kvóta og er hætt við því, að þetta komi illa við t.d. þá ferðaþjónustuaðila sem bjóða upp á sjóstöng. Ég verð að viðurkenna það, að mér þótti Árni Matthiesen sem sjávarútvegsráðherra, vera einhver sá versti sjávarútvegsráðherra, sem nokkurn tímann hefur starfað í því embætti, en mér sýnist Einar Kristinn langt vera kominn með það að slá honum við í hörmungar ákvörðunum. Nýlega lenti ég á spjalli við mann úr innsta hring sjálfstæðisflokksins og spurði ég hann þá út í kvótakerfið. Svarið var eftirfarandi: Við sjálfstæðismenn erum búnir að gefast upp fyrir þessu kerfi, við hefðum aldrei trúað því, að þetta gæti farið í þá vitleysu, sem þetta er komið í í dag og við erum í raun og veru algjörlega ráðalausir í þessu kvótakerfi. Er nema furða þó að venjulegt fólk skilji hvorki upp eða niður í þessu. En að gefnu tilefni, tilhvers að breyta þegar menn fá alltaf atkvæðin?

Meira seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já heyrði þetta í dag með veiðistengurnar þvíumlík endaleysa svo sem í ætt við annað eins og sektarákvæði fiskveiðistjórnunarlaganna.

Hvergi á byggðu bóli fyrirfinnst önnur eins forsjárhyggja í formi stjórnvaldsaðgerða og í kerfi sem viðkomandi tala um sem " frjálst markaðskerfi " og guma af sem slíku á hátíðastundum sem eru örgustu öfugmæli.

Hlægilegt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.11.2007 kl. 02:13

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er eitt af því vonda við þetta kerfi að í því liggja svo gríðarlega miklir fjárhagslegir hagsmunir sem aftur gera það ennþá erfiðara að breyta nokkru án þess að "gríðarsterkir" hagsmunaaðilar rísi upp á afturlappirnar og berjist gegn breytingum með "kjafti og klóm".

Jóhann Elíasson, 29.11.2007 kl. 17:34

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er deginum ljósara að þetta kerfi gengur ekki upp og fáránlegt hjá ríkisstjórninni að berja hausnum við steininn.  Ég hef áhyggjur af byggð  í Grímsey en salan á kvóta fyrir hátt í 2.000 milljónir eða 40% af veiðiheimildum hlýtur að koma illa við byggðina og í kjölfarið hafa komi hver ótíðindin á fætur öðrum s.s. ferjumálið óábyrgur niðurskurður Einars Kristins á  þorskveiðiheimildum og síðan sveitastjóramálið.

Sigurjón Þórðarson, 4.12.2007 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband