11.12.2007 | 07:25
Bakkafjara 3,7 metrar = ófært
Herjólfi seinkaði í gærkveldi en það sem vekur hvað mesta athygli mína er að duflið í Bakkafjöru sýndi aðeins 2 metra á sama tíma. Þetta er mjög undarlegt, því að í svona ofsaveðri eins og var í gærkvöld segir það sig sjálft að auðvitað er ófært í Bakkafjöru, en ég velti því fyrir mér, hvort duflið sé nokkuð marktækt þegar vindurinn er orðinn svona hvass, en þetta verður bara alt að koma í ljós. Vind hefur nú lægt og voru aðeins 6 metrar á Stórhöfða áðan, en um leið nær brimið sér upp og nú er orðið ófært í Bakkafjöru samkvæmt dufli, en Herjólfur fer og kemst þetta þótt stundum taki þetta lengri tíma heldur en lagt er upp með . Það væri nú munur ef við hefðum verið kominn með nýtt 100 metra skip núna, en greinilega er ekki áhugi fyrir því hjá Bæjarstjórninni okkar . Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sælir Georg
Fyrst við erum farnir að setja inn hugleiðingar, þá velti ég því fyrir mér miðað við þau samtöl sem þú hefur átt við sérfræðingana hjá Siglingastofnun og einnig miðað við þær skýrslur sem hafa verð gerðar, hvort að ekki væri fært í Bakkafjöru í 3,7m.
Mér finnst eins og í skýrslunum sé tekið fram að viðmiðið sé haft frekar lágt, og einnig finnist mér eins og að þar komi fram að fært sé í 3,7m miðað við ákveðna sjávarhæð. Einnig held ég að þú hafir nefnt að í samtali þínu við einn af sérfræðingunum hafi hann tekið fram að viðmiðið væri of lágt að hans mati.
kv
Egill Arnar
Egill Arnar (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 10:25
Sæll Egill, það er rétt hjá þér, Jón Bernódusson sagði það sína persónulega skoðun að sennilega væri viðmiðið of lágt, en þegar ég spurði hann að því hvort að viðmiðið gæti kannski verið of hátt, þá sagði hann það frekar ólíklegt en ekki útilokað, svo þetta verður bara að koma í ljós. Ég tók líka viðtal við mann sem að vann við að leggja síðustu vatnleiðsluna til eyja, og þar var miðað við tveggja metra ölduhæð að þá væri ekki óhætt að vinna í fjörunni. Svo ég velti því fyrir mér hvort er meira að marka , rannsóknir með mótel á skrifstofu eða menn sem hafa unni þarna í fjörunni ? kv.
Georg Eiður Arnarson, 11.12.2007 kl. 10:54
Blessaður Georg . Þú ert duglegur að skrifa. Það er algengt að sjór nær sér upp þegar svona er hvasst, enn það brimar þegar lygnir. Með Herjólf og hvað hann er lengi í ferðum þegar hvasst er á A. eða SA. það var nú alltaf þannig að það borgaði sig að fara með landinu allveg þar til vindurinn var kominn suður fyrir SA. En það er það kanske ekki lengur. Eins og þú veist þá hefi eg alltaf verið í vafa með þessa öldu bauju á svona grunnu vatni að hun sýni ekki rétt og er það mjög merkilegt að þeir hjá Siglingastofnun skuli ekki löngu vera búnir að seta straummæla á baujuna. Við bíðum bara og sjáum hvernig þeim tekst til við brimið við sandana.
Gisli Jonasson (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 09:17
Sæll Gísli, já ég er farinn að hallast að því að fyrst það er búið að ákveða að farið verði í þetta, að þá verði ekki gerðar frekari rannsóknir á fjörunni, sem aftur eykur líkurnar á því að þessu verði klúðrað einhverstaðar á ferlinu til þess að spara einhverjar krónur. kv.
Georg Eiður Arnarson, 12.12.2007 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.