Kvótinn

14. desember 2007 | 09:12
Verðþróun aflamarks/krókaaflamarks í þorski 1. júní 2001 - 11. desember 2007
Meðfylgjandi mynd sýnir verðþróun aflamarks og krókaaflamarks í þorski á tímabilinu 1. júní 2001 - 11. desember 2007. Miðað er við hæstu verð hvern dag í viðskiptum með aflamark/krókaaflamark sem flutt er milli óskyldra aðila. Reynslan kennir að hæstu dagverðin lýsa verðþróuninni best.

Í megindráttum sveiflaðist verð aflamarks framan af í takt við gengi krónunnar með nokkurri tímatöf. Þannig var verð aflamarks í hámarki í kringum 180 kr/kg á tímabilinu mars - maí 2002, en gengi krónunnar var hæst í janúar 2002 (raungengið lægst). Með lækkandi gengi krónu lækkaði verð aflamarks og var komið í 120 - 130 kr/kg í júní 2003. Síðan var verðið stöðugt, u.þ.b. 120 kr/kg, þar til verðið fór síðan hækkandi frá seinni hluta febrúar á síðasta ári (2006, en þá hækkaði gengisvísitalan verulega) og hefur hækkunin haldið jafnt og þétt áfram. Hækkandi verð á þorskaflamarki síðustu misseri má vafalítið fremur rekja til hækkandi verðs þorskafla og -afurða og minna framboð aflamarks en til gengisbreytinga. Undanfarnar vikur hefur verðið verið í sögulegu hámarki og sveiflast í kringum 235-245 kr/kg.

Verð krókaaflamarks í þorski hefur breyst með svipuðum hætti og verð þorskaflamarksins. Verð krókaaflamarks hefur þó verið nokkru lægra en verð aflamarks.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Hand ónýtt kerfi Georg! Kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 16.12.2007 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband