Bakkafjara 5,3 metrar = ófært

Það er búið að vera ófært í Bakkafjöru síðan seinnipartinn í gær og veðurspáin fyrir vikuna er ekki góð, einnig var ófært Fimmtudag, Föstudag og laugardag nánast allan tíman. Eftir reynsluna af viðbrögðum eyjamanna við að missa Herjólf í 3 daga, þá segir mér svo hugur að einhver væri farinn að syngja eftir svona margar frátafir.

Helstu athugasemdir sem ég hef fengið að undanförnu við mín skrif um Bakkafjöru,er sú skoðun mín að með því að taka vegina inn í áhættumatið þá sé Bakkafjöruleiðin mun hættulegri leið miðað við að flest erum við á leið á höfuðborgarsvæðið. Svar mitt við þessu er einfalt, mun einhver fara upp á Bakka til að stoppa þar?

Það er endalaust hægt að rífast um þetta en staðreyndirnar eru þessar, meirihluti eyjamanna er á móti Bakkafjöru og telur þetta ævintýri ekki besta kostinn á samgöngumálum okkar.

 Það hefur margt og mikið nýtt komið fram í bæði skrifum hjá öðrum eyjamönnum og einnig hef ég fengið nokkur ný sjónarmið hjá fólki, en þeim verður betur gerð skil seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góðan daginn Georg, þetta með frátafir er nú skandall ég er sammála þér með það og sérstaklega ef þeir ætla bara byggja litla sjóvarnagarða. En það sem þú segir með áhættumatið á þjóðvegum þá er það nú hlutarinseðli sama áhættan að aka frá Þorlákshöfn og Bakka til Reykjavíkur, mér finnst allavega betra að keyra austur í sumarbústað eftir Helliheiði heldur en Þrengslin til Þorlákshafnar. Kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 18.12.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Helgi, Málið er að vegirnir eru mun hættulegri heldur en sjóleiðin eins og slysin sína og leiðin til Reykjavíkur er mun lengri á vegum með Bakkafjöru leiðinni heldur en Þorlákshafnar. Annars er ég sammála þér mér finnst Þrengsla vegur leiðinlegri en Hellisheiðin, en þar er þó mun minni umferð. kv.

Georg Eiður Arnarson, 18.12.2007 kl. 11:28

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Kvitta fyrir mig

Ólafur Ragnarsson, 18.12.2007 kl. 21:21

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ester Sveinbjarnardóttir, 21.12.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband