Það er alveg með ólíkindum bullið í þessari stofnun( var aðeins að kíkja í skyrsluna)

   Einstök frétt
19. desember 2007 | 08:12
Brottkastmælingar 2006 - Skýrslan
Fiskistofa hefur ásamt Ólafi Karvel Pálssyni fiskifræðingi á Hafrannsóknastofnuninni í sjö ár mælt og tekið saman upplýsingar um stærðardreifingu helstu botnfisktegunda í lönduðum afla og í veiddum afla. Tilgangur mælinganna er að kanna stærðartengt brottkast við veiðar þessarra tegunda.

Skýrsla með niðurstöðum brottkastmælinga veiðieftirlitsmanna Fiskistofu á árinu 2006 er hér . Helstu niðurstöður eru að á árinu 2006 jókst brottkast á þorski frá fyrra ári. Sem olli nokkrum vonbrigðum þar sem mælingar áranna 2001 - 2005 sýndu á hverju ári minnkandi brottkast þorsks. Hinsvegar var helmingi minna brottkast ýsu á árinu 2006 en var árið áður. Brottkast annarra tegunda var lítið eða ekki mælanlegt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er alveg með ólíkindum að lesa þessa þvælu.  Maður veit ekki hvort á að hlæja eða gráta.  Ætlast menn virkilega til þess að einhver trúi þessu bulli?

Jóhann Elíasson, 21.12.2007 kl. 21:10

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Endemis vitleysa, þeir ættu að hunskast til að ráða sig á venjulegan bát eins og ég er á og sjá villimennskuna sem viðgengst út á sjó, svo fría menn sig ábyrgð með því að segja við sjómennina: strákar þið vitið að besta verðið fæst fyrir stærsta fiskinn. Kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 21.12.2007 kl. 22:29

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já þvílik og önnur eins þvæla, segi ekki annað.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.12.2007 kl. 01:32

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gleðileg jól fyrir þig og fjölskyldu þína og takk fyrir árið sem er að líða.  Megi nýtt ár færa þér gæfu og gott gengi.

Jóhann Elíasson, 22.12.2007 kl. 12:22

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gleðileg jól minn kæri og hafðu það sem allra best  3D Santa 





Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.12.2007 kl. 20:23

6 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Gleðileg jól.

Þorkell Sigurjónsson, 24.12.2007 kl. 12:39

7 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Gleðileg jól til ykkar allra ;)

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.12.2007 kl. 12:22

8 Smámynd: Katrín

Gleðileg jól kæri bloggvinur og og vona að þau verði þér og fjölskyldu þinni friðsæl og góð

Katrín, 25.12.2007 kl. 15:30

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gleðileg jól Georg með þökk fyrir þina atorku um málefni þíns bæjarfélags.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.12.2007 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband