Gleðilegt nýtt ár

Óska öllum ættingjum, vinum og bloggvinum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir það gamla.

Að vanda fór ég með fjölskylduna í mat hjá mömmu og var troðið í sig þar til klukkan tvö í nótt, þá var farið heim með ungana og farið í áramótapartý hjá Möttu Eiríks, þar sem meðal annars var boðið upp á áramótaskaup Tórshamranna. M.a. kom fram þar ágætis mynd af nýjum Herjólfi og hafði hann fengið hið glæsilega nafn Blíða VE.

Ég var að kíkja á duflið í Bakkafjöru og eru 4,8 metrar þar, eða ófært, þannig að nú er hægt að segja, það var ófært síðustu dagana af gamla árinu, það er enn ófært á nýja árinu og miðað við veðurspá, þá er ekki ósennilegt að ófært verði alla fyrstu vikuna af nýja árinu, að minnsta kosti. Vonandi verður þetta viðmið ekki rétt, þegar á reynir.

Það neikvæðasta frá síðasta ári er að við eyjamenn fengum ekki bættar samgöngur á síðasta ári, fáum þær ekki á þessu ári, ekki frekar en því næsta. Það jákvæðasta sem ég tek frá síðasta ári er að vertíðin var mjög góð s.l. vetur (þess vegna skilur maður ekkert í þessum niðurskurði í þorskkvótum). Sumarið var mjög gott, lundaveiðin var góð, þrátt fyrir mikla svartsýni hjá úteyingum, pysjan skilaði sér ágætlega, þó oft hafi magnið verið meira. Bæði goslokahátíðin og Þjóðhátíðin voru frábærar að vanda. Og þótt að lítið sjáist til sólar í dag, þá sýnist mér að hún sé örlítið hærra á lofti en í síðustu viku.

Meira seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sömuleiðis,Georg og ég vona að nýtt ár verði þér og fjölskyldu þinni hamingjuríkt.  Þá vona ég að samgöngumál ykkar Eyjamanna komist í "viðunandi" horf á nýju ári.

Jóhann Elíasson, 1.1.2008 kl. 17:44

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Gleðilegt ár Goggi minn.

Heiða Þórðar, 1.1.2008 kl. 18:25

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Gleðilegt árið og kærar þakkir fyrir samskiptin í bloggheimum á liðnu ári.

Líst illa á hugmyndir um Bakkafjöru, sé ekki að hún henti . Hvernig ætla menn að komast á milli Bakka og höfuðborgarinnar? Tvölfaldur bílafloti Eyjamanna? 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 2.1.2008 kl. 23:14

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

 við ökum alla leið frá Eyjum!

Helgi Þór Gunnarsson, 2.1.2008 kl. 23:19

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gleðilegt nýtt ár Georg til þín og þinna, með kærri þökk fyrir liðna árið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.1.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband