4.1.2008 | 08:45
Enn eitt rokið
Þetta endar með því að trillukarlar verða að finna sér aðra vinnu. Í Bakkafjöru eru núna 5, 4 metrar og allgjörlega ófært, og ég velti því fyrir mér hvort að í svona erfiðu tíðarfari sé ekki komið það viðmið sem við ættum að nota sem viðmið um hvort Bakkafjara sé raunhæfur kostur eða ekki ?
Að mínu mati þarf Bakka ferjan að vera 70 til 80 metra skip , með 4 stöðugleika ugga sem hægt er að draga inn þegar farið er inn í Bakkahöfn , einnig er spurning hvort að hægt væri að útbúa skipið með fellikjöl og jafnvel auka vél til þess að fá meiri gang ef sigla þarf vegna ótíðar til Þorlákshafnar. Veltitankur þarf líka að vera á skipinu en svo er aftur spurning hvort að þetta sé allt saman ekki of dýrt fyrir þá sem eiga að eiga og reka skipið en það kemur þá bara í ljós.
Mín skoðun er hinsvegar óbreitt, 100 metra Herjólf sem getur gengið yfir 20 mílur. Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Georg og gleðilega rest, ég held að það tíðkist ekki að vera bæði með veltigeyma og veltiugga á sama skipi. Skipið verður að vera með tvær vélar og það tíðkast ekki í dag að smíða farþegaskip með eina vél. Það þótti mjög undarlegt þegar gamli Herjólfur kom 1976 með aðeins eina aðalvél. Hvað varðar fellikjöl þá held ég nú að hann sé bara settur á minni báta og skútur.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 4.1.2008 kl. 22:15
Sæll Simmi , þetta eru nú bara það sem ég þekki til þessara mála, mér þótti hinsvegar dapurt að heyra í dag að uppi séu hugmyndir um að Bakka ferjan verði aðeins 62 metrar og minni á það sem Jón Bernódusson sagði ; Ef mönnum dettur til hugar að hafa ferjuna styttri en 67 metra þá ættu menn frekar að sitja heima heldur en fara af stað með þetta . kv.
Georg Eiður Arnarson, 5.1.2008 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.