Núverandi og tilvonandi Herjólfur (ef ég fengi að ráða)

Herjolfur1

Þessi mynd kom fram í áramótaskaupi Tórshamranna (takið eftir, smá nafnabreyting)

nýja Blíða1

En sambærilegan og þennan hefði ég viljað sjá sem næsta Herjólf.

nýja blíða2

Tekur liðlega 200 bíla

untitled

Getur flutt ca. 800-1000 manns.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Fáum þenan bát leigðan í fáeina daga. Fyrstu 4 ferðirnar duga til að flytja alla íbúana í land ásamt flestum bílunum. Næstu fáeinar ferðirnar duga fyrir gámana með búslóðunum. Gefum íbúunum hús hvar á landi sem þeir óska, gegn loforði um að flytja aldrei aftur út í eyjar á ný. Þeir geta átt húsin þarna úti sem sumarhús eins og tíðkast á t.d. Hesteyri. Þeir geta síðan leigt sér far á eigin kostnað eins og aðrir sem fara í sumarbústaði sína.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.1.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hm.... nokkuð frambærilegur þessi ,,Blíði Herjólfur". Hvers konar sjóskip er hann þó? Veltidallur eins og núverandi.... Eitt sem þarf að hafa í huga fyrir okkur sjóveiku

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 6.1.2008 kl. 19:55

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Georg, þetta eru skemmtilegar myndir.

kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.1.2008 kl. 21:29

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Fyrir þá sem ekki þekkja , þá heitir trillan mín Blíða ve 263.

Georg Eiður Arnarson, 7.1.2008 kl. 21:19

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já þarna er alvöruskip á ferð Georg í samræmi við þarfir. Nafnið er eitt það fallegasta sem um getur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.1.2008 kl. 02:41

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Takk fyrir Guðrún. kv.

Georg Eiður Arnarson, 8.1.2008 kl. 08:34

7 identicon

Af hverju var ekki gefinn kostur á að Eyjamenn hreinlega kysu hvort þeir vildu heldur Bakkaferjuna eða nýjan Herjólf? Það þyrfti einfaldlega að setja upp kosti og galla við hvoru tveggja í stutta samantekt og þá gætu menn tekið lýðræðislega ákvörðun um málið. Ég sé ekki að það sé ráðamönnum í óhag að kaupa nýjan Herjólf fyrst hann ætti að vera langtum ódýrari en Bakkaferjan og það sem henni fylgir.

Hildur (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 08:51

8 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæl Hildur, þarna erum við sammála, en það er einfaldlega bæjarstjórnarmeirihluti íhaldsmanna í   Vestmannaeyjum sem vill ekki kosningu , ástæðan er einföld , þeir vita að þeirri kosningu myndu þeir tapa og það má ekki gerast . kv.

Georg Eiður Arnarson, 8.1.2008 kl. 14:42

9 identicon

Eða bara hreinlega það Georg að þeir sjá akkurat hverslags rugl það er, peningabruðl og að lokum skrumskæling á lýðræði að grípa til íbúakosningu í hvert skipti sem taka á ákvarðanir í þessu þjóðfélagi. Við erum með lýðræði þar sem við kjósum okkur fulltrúa til að taka fyrir okkur ákvarðanir, það er lýðræði. Maður er ekki alltaf sáttur við þeirra ákvarðanir, en svona virkar þetta kerfi okkar. Hvaða upplýsingar hefurðu samt Georg um það hvort þeir mundu tapa kosninguni? Mig langar mikið að vita hvernig maður getur komist að svona hlutum. Mig vantar nefninlega að sjá Hvernig kosningarnar í Bandaríkjunum fara helst áður en gengið verður til kosninga.. Ertu til í að athuga þetta fyrir mig Georg?

Beggi (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 18:06

10 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Beggi , samkvæmt skoðanakönnun sem ég gerði á blogginu hjá mér og auglýst var rækilega í bæjarblöðunum í haust , þá eru 58,1 % eyjamanna á móti Bakkafjöru . Skoðanakannanir gefa yfirleitt sterka vísbendingu um vilja meirihlutans , en það þarf kjark til að fara í kosningu og hann hefur meirihluti bæjarstjórnar ekki . kv .

Georg Eiður Arnarson, 14.1.2008 kl. 21:49

11 identicon

En hvað með könnunina sem Grétar Ómars var með? af því að hún var ekki auglýst er hún þá ekki marktæk... Ég held að að það sé mikið að marka þessa könnun ykkar beggja. En ekki alveg á þann veg sem þú virðist halda. Þessar kannanir segja bara akkurat hverjir það eru sem sækja síðuni þína frekar en eitthvað annað.. Svona Heimasíðu poll kerfi sem örfáar sálir taka þátt í því miður eru nær algerlega ómarktækar og segja þér eingöngu fjölda þess fólks sem sækja síðuna þína og eru á sömu skoðun og þú. Ég ætti nú að þekkja það þar sem ég er ágætlega að mér í netfræðum og jafnvel aðeins menntaður í þeim. Að segja að níu prósentu stig í skoðunarkönnun á bloggheimasíðukerfi morgunblaðisins gefi einhverskonar áreiðanlega mynd af vilja fólks hér í bæ er bara algerlega út úr kortinu. Þú veist ekkert hvaðan þessar tölur koma hvort sem það er ofan af landi frá reiðum reykvíkingum sem finnst vestmannaeyjingar of heimturfrekir eða ekki. Svona kannanir eru í mesta lagi til skemmtunar og uppfyllingarefnis á bloggsíður, en marktækar skoðanakannanir færðu mig ekki til að kalla þær.

Beggi (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 23:10

12 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Beggi, að sjálfsögðu fáum við ekki fram skýran vilja eyjamanna nema með kosningu , svo ég spyr myndir þú vilja kjósa ? kv.

Georg Eiður Arnarson, 15.1.2008 kl. 07:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband