Binni í gröf

Mig langar að taka undir val þeirra á Fréttum um menn ársins í Vestmannaeyjum. Bjarni Sighvatsson, ásamt fleirum hefur unnið kraftaverk fyrir okkur öll í sambandi við endurnýjun og kaup á nýjum tækjum fyrir Sjúkrahús Vestmannaeyja og ber að þakka það.

Einnig er ég sammála því, að það sé mjög ánægjulegt að sjá alla þessa endurnýjun á fiskiskipaflotanum okkar, því eins og allir vita, þá er útgerðin lífæð okkar Vestmannaeyinga.

Á bloggsíðunni minni, rétt fyrir áramót, þá orðaði ég þessar breytingar á flotanum á annan hátt og langar að endurtaka það: Það er svolítið merkilegt að horfa upp á útgerðarmenn fara frá stórum togurum, sem þurfa að halda sig fyrir utan 12 mílurnar, í styttri togskip sem mega vera að veiðum upp að allt að 3 mílum og hef ég leyft mér að orða það þannig, að þarna séu útgerðarmenn að færa sig til, að hluta til, vegna breyttrar hegðunar fisksins í sjónum. Það undarlega við þetta allt saman, að þrátt fyrir þessar breytingar, þá er Hafró ennþá með sitt togararall, þar sem togað er á sömu stöðum og togað var fyrir 20 árum síðan og leggur þær niðurstöður fram sem grundvallar upplýsingar varðandi úthlutun og niðurskurð í aflaheimildum.

Eitt atriði langar mig líka að nefna, varðandi útgerð í eyjum. Það er alt í lagi að vera bjartsýn og jákvæð og að verðlauna þá sem eru að reyna að halda uppi hverskonar rekstri í eyjum. Það sem hinsvegar vakti athygli mína í haust, er sú annars ágæta nýbreytni (hefur reyndar alltaf tíðkast að einhverju leiti) að mæta bæði með mikið af blómum og prestinn til að fagna komu nýrra skipa til eyja, það sem vekur athygli mína í þessu er, að eins og flestir vita, þá er eitt það þekktasta og frægasta útgerðarnafn tengt eyjum, Binni í Gröf. Binni í Gröf er liðlega 11 tonna plastbátur, sem kom til Vestmannaeyja fyrir liðlega 4 árum síðan. Af honum komu myndir í bæjarblöðunum, á hann er hinsvegar ekki minnst núna, þegar hann í haust sigldi frá Vestmannaeyjum í síðasta skipti og með honum allar aflaheimildir sem á honum eru, án þess að nokkur útgerðarmaður í eyjum hefði áhuga á að kaupa hann, þrátt fyrir mikla viðleitni eigandans.

Ég verð að minnast á undarleg skrif hjá vini mínum Magnúsi Bragasyni inni á eyjar.net. Þar segir Magnús meðal annars: fór upp á klif á gamlársdag í frekar hvössum vindi og sá þá, að vegna nálægðar við eyjar, þá var skjól inni í Landeyjarsandi. Mig langar að óska Magnúsi vini mínum innilega til hamingju með sína sex mílna sjón, en benda honum á að á gamlársdag var um og yfir 5 metra ölduhæð í Bakkafjöru allan daginn, svo vonandi verður Magnús aldrei spurður að því, hvort að fært sé í Bakkafjöru. Meira seinna .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Magnúsi er greinilega gefið það sem aðrir fara á mis við, þ.e. 6 mílna sjónin
Flott framtak með tækin á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja en svakalega er það súrt að fjárlaganenfd og heilbrigðisráðuneytið gerir ALDREI ráð fyrir endurnýjun tækja, hvað þá nýjum tækjabúnaði ár hvert. Því eru heilbrigðisstofnanirnar háðar öðrum með allt sem til þarf. Eyjamenn hafa löngum staðið sig vel í þeim efnum

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 8.1.2008 kl. 19:33

2 Smámynd: Magnús Bragason

Nú skil ég hvorki þig né Guðrúnu Jónu. Finnst ykkur merkilegt að sjá 6 mílur? Ég þekki fullt af fólki sem getur séð upp á land. Flestir sjá alla leið út í Dyrhólaey, þó hún sé í rúmlega 30 mílna fjarlægð. Margir hafa meira að segja séð gatið í gegn um Dyrhólaey frá Helgafelli.

Þegar maður er með beinar tilvitnanir í aðra verður maður að fara orðrétt með, það gerir þú nú ekki Georg. En þú slítur þó ekki mikið úr samhengi og segir réttilega frá því að við erum vinir.

En varðandi það sem ég sagði þá var ég nú ekki einn í þessari göngu, við vorum fimmtán. Við sáum vel að það var mikill sjór og mikil alda. Það var sunnan átt þegar við vorum uppi og það var greinilegt að það var minna brot þar sem Eyjarnar skýldu. Að sjálfsögðu er ég ekki vísindamaður og veit lítið hvað ég er að segja. Þess vegna ætla ég að treysta þeim sem eru vísindamenn að gera það sem þarf að gera.

Magnús Bragason, 8.1.2008 kl. 21:53

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

He he ... Var ekki bara svona Vestmannaeyja bjartsýni.. á ferð ofan af Klifi... ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.1.2008 kl. 23:15

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Maggi minn. Ég er búinn að spyrja tvo óhlutdræga aðila um það, hvað þeir lesi út úr þessum orðum þínum um að það sé greinilega skjól í Landeyjasandi vegna nálægðar við Vestmannaeyjar. (hvergi stóð sunnanátt í þessum skrifum þínum, sem er að gefnu tilefni eina vindáttin þar sem stundum getur verið að einhverju leiti skjól í Landeyjarsandi, þ.e.a.s. ef það er ekki of hvasst.) Báðir þessir aðilar orðuðu þín skrif og skildu á sama hátt og ég, að þú værir að ýja að því að sennilega væri fært í Bakkafjöru, en eins og við vitum báðir, þá var svo ekki. Ég hef aldrei efast um það, að sérfræðingar siglingamálastofnunar geti gert höfn í Bakkafjöru, ég er hinsvegar á þeirri skoðun (m.a. vegna sérfræðiþekkingar minnar á siglingaleiðinni inn í Bakka, hlýt að vera sérfræðingur, enda róið þarna í meira en 20 ár) að Bakkafjara sé lang lakasti kosturinn af þeim þremur í samgöngumálum okkar, þ.e.a.s. yfir vetrarmánuðina. En vissulega getur þetta orðið gott fyrir okkur yfir sumarmánuðina, en um það eru deildar meiningar. Lundakveðja.

Georg Eiður Arnarson, 9.1.2008 kl. 14:18

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það er eitt að sjá móta fyrir ,,landinu" en að sjá nákvæmlega hvað þar er, ekki síst í því skyggni sem lýst er hér að ofan. Á sumrin má vissulega sjá móta fyrir grænni slikju á túnum, lögun fjalla sjáum við einnig en ekki mikið meira.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.1.2008 kl. 23:59

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það virðist enginn hafa neitt að segja varðandi skrif þín um brottför Binna í Gröf með öllum heimildum? Mér finnst það merkilegt miðað við hástemdar lýsingar á dugnaði útgerðarmanna í Eyjunum við að efla sig og auka við heimildir á svæðinu.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 10.1.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband