Bakkafjara, málinu klúðrað áður en framkvæmdir hefjast

Það er svo mikið að gerast hjá mér þessa dagana að ég þarf að skrifa um það seinna, ég var hinsvegar að koma af fundinum með samgönguráðherra í Höllinni, þar sem meðal annars samgönguráðherra lýsti yfir fullu trausti á sérfræðingum Siglingamálastofnunnar vegna þessara framkvæmda. Á fundinum hinsvegar var dreift bæklingi sem mér skilst að eigi að fara í hvert hús í Vestmannaeyjum, aftan á honum eru þrír stimplar, Samgönguráðuneytið, Siglingastofnun, Vegagerðin. Inni í honum stendur m.a.: nýr Herjólfur verður 62 m langur og 15 m breiður. Ég tók viðtal við Jón Bernódusson hjá Siglingamálastofnun í haust, þar sem Jón sagði m.a.:"Ef mönnum dettur til hugar að hafa ferjuna styttri en 67 m. þá ættu menn frekar að sitja heima, heldur en að fara af stað með þetta ævintýri." Miðað við traust samgöngumálaráðherra á starfsmönnum siglingamálastofnunnar, þá er ljóst að þessu máli hefur þegar verið klúðrað þrátt fyrir að enn séu tæp 3 ár í að þetta eigi að vera tilbúið. Og eitt enn, það kom einnig fram í máli samgönguráðherra að þar til þetta verður tilbúið, þá mun ekkert annað gerast í samgöngumálum okkar. Svo er nema furða þó maður hafi gengið frekar dapur í bragði af þessum fundi, enda ekki á hverjum degi sem maður fær svona slæmar fréttir. Meira seinna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll,

Vildi bara biðjast afsökunar á að hafa ekki verið á fundinum. Var að vinna smá forritunarverkefni og gleymdi mér. En það verður gaman að fá frekar fréttir af því sem fram fór og ég hlakka til að fá bæklinginn í hendurnar.

Kær kveðja,

Hildur Sif

Hildur (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 23:51

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Afhverju var mér ekki boðið?

Heiða Þórðar, 14.1.2008 kl. 00:05

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Kæra Heiða þér var boðið.

Georg Eiður Arnarson, 14.1.2008 kl. 00:16

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Get ekki sagt að mér komi þessar fréttir á óvart. Samgöngumálaráðherra ekki beint trúverðugur fram til þessa. Nógu mikið gjammaði hann í stjórnarandstöðunni og gangrýndi allt og alla. Viðsnúningur hans algjör og ákvarðanir hans einkennast ekki beinlínis af þekkingu á málaflokknum né skynsemi. Kannski embættismannakerfið sé ofan á í hans ráðuneyti????

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.1.2008 kl. 08:58

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er akkúrat að gerast það sem ég var hræddur um að yrði.  Það á ekkert að gera í samgöngumálum milli Lands og Eyja þar til á að taka Bakkafjöruævintýrið í gagnið 2011 og guð má vita hvernig sú áætlun stenst, núverandi Herjólfur fær algjört "lágmarks" viðhald (eftir að honum verður lagt verður hann kannski gerður upp og verður þá "ný" Grímseyjarferja), Bakkafjöruferjan verður "einnar öldu skip" því vegna aðstæðna á siglingaleiðinni er ekki hægt að hafa hana stærri.  Ég er ansi hræddur um að Bakkafjöruævintýrið verði bara í gangi fyrsta sumarið og eftir það verði "ófært" í Bakkafjöruna og hún tilheyri sögunni.  Eftir að hafa eytt óteljandi milljörðum í þetta klúður er mér til efs að stjórnvöld verði viljug til að gera mikið til að bæta samgöngur milli Lands og Eyja og því sitji Vestannaeyingar uppi með verri samgöngur en áður.

Jóhann Elíasson, 14.1.2008 kl. 12:05

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er nú varla hægt að skamma ráðherrann fyrir að gera eins og samþykkt hafa verið lög um, að vilja og ósk bæjarstjórnar í Eyjum hversu vitlaust sem það er, eins og mér sýnist Guðrún vera að gera?

Auðvitað ætti hann að taka nýjan pól í hæðina og henda þessu bulli og fá alvöru ferju inn, eins og margir eyjamenn vilja. M.a. heyrði ég Magnús Kristinsson lýsa þeirri skoðun í útvarpsþætti í síðustu viku og það eru nú ekki margir á svæðinu sem þurfa að ferðast annað eins og hann.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.1.2008 kl. 17:12

7 identicon

Sæll Goggi

Af hverju léstu ekki heyra í þér á Bakkafjörufundinum. Þú hefðir getað gasprað beint upp í eyrun á samgönguráðherranum og hans aðstoðarmanni og látið óánægju þína í ljós með Bakkafjöruna eins og þú hefur gert í hverju einasta bloggi þínu hér á síðunni en í staðinn þagðir þú þunnu hljóði allan fundinn. Af hverju???????

 Kveðja.

Pétur Steingríms.

Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 18:19

8 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Pétur, ég er komin á þá skoðun að Bakkafjara hafi verið ákveðin fyrir löngu síðan, þar fyrir utan þá tel ég að mín umfjöllun skili sér til ráðherra . Ég er líka búin að gera mér grein fyrir því að Bakkafjara verður hvað sem hver segir. Ég var að vona að mín umfjöllun yrði til þess fyrst og fremst að betur yrði vandað til verksins , enn eftir lestur þessa bæklings sem dreift var á fundinum þá sé ég að svo er ekki . kv.

Georg Eiður Arnarson, 14.1.2008 kl. 21:41

9 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Kristján Möller var með stór orð í stjórnarandstöðunni gegn stefnu þáverandi ríkisstjórnar og bæjarstjórnar Vm í samgöngumálum Vestmannaeyinga. Það sama var uppi á teningnum gagnvart Hvalfjarðargöngum, hann hélt ekki vatni yfir því hversu ósanngjörn gjaldtaka í göngi væri.  Viðsnúningur hans er algjör í dag og getur ekki annað en vakið furðu eða hvað? Dýr er ráðherrastóllin þegar menn selja sannfæringu sína fyrir það eitt að verma sætið um stund. Ekki er hugsað til langframa að því leytinu til og óvíst hvort þeir nái að slíta áklæðinu að ráði.

Hitt er svo annað mál að vilji meirihluta bæjarstjórnar Vm hefur verið skýr og þeir ekkert hvikað frá sinni stefnu. Aftur og aftur nýtur hann fylgis Eyjamanna í sveitarstjórnarkosningum. Ber manni að skilja það sem svo að þessi stefna Sjálfstæðismanna sé vilji bæjarbúa? Í öllu falli er alveg ljóst að göng verða ekki frekar skoðuð á næstu árum þrátt fyrir mikla seiglu Árna, hann veldur þessum steini ekki einn. 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.1.2008 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband