Frjálslyndi flokkurinn og Margrét Sverrisdóttir

Um þessa helgi er liðið ár frá síðasta landsfundi FF, sem var um leið fyrsti landsfundurinn sem ég mæti á. Fundurinn var merkilegur fyrir fyrst og fremst þau miklu átök sem urðu varðandi kosningu á varaformanni flokksins og afleiðingum af þeirri kosningu. Í framboði voru Margrét Sverrisdóttir og Magnús Þór Hafsteinsson. Svona til gamans, mitt sjónarmið og atkvæði.

Fyrirfram leist mér ágætlega á þau bæði, en þekkti þau kannski ekki nógu vel til þess að geta metið hvort þeirra væri hæfari í starfið. Magnús Þór var þó þingmaður okkar sunnlendinga á þeim tíma og var mikil ánægja með störf hans í okkar kjördæmi. Margrét hinsvegar, hafði verið allt í öllu í flokknum og einnig átt sterka innkomu í borgarstjórnarkosningunum 2006, svo fyrirfram hafði ég ákveðið að gefa þeim báðum jafnt tækifæri á að sannfæra mig um, hvort þeirra væri hæfari sem næsti varaformaður FF. Bæði voru þau með hálfgerða framboðsræðu á fundinum, áður enn kosið var.

Magnús Þór fór fyrstur upp og talaði um sín störf fyrir flokkinn og hvernig hann hugðist starfa áfram, fengi hann kosningu og hvernig hann sæi fyrir sér framtíð flokksins í Íslenskum stjórnmálum og fékk mikið lof fyrir.

Margrét Sverrisdóttir hinsvegar, réðst með miklu offorsi á suma félaga okkar í FF og lét í það skína, að fengi hún kosningu þá yrði það sennilega eitt af hennar fyrstu verkum að hreinlega beita sér til þess að nýir félagar okkar úr Nýju afli, sem höfðu gengið í FF yrðu hreinlega reknir úr flokknum eða að minnsta kosti gerðir áhrifalausir. Ekki fékk málflutningur hennar góðar undirtektir og ég heyrði á fólki í kringum mig, sem hafði eins og ég verið í pínulitlum vafa, með hvort þeirra þau ættu að kjósa að svona manneskju með svona málflutning gæti það hreinlega ekki kosið. Þessu var ég sammála og kaus því Magnús Þór.

Í mánuðum fyrir þennan landsfund, hafði það að sjálfsögðu kvisast út að Margrét hefði hug á því að fara í kosningaslag við Magnús Þór og þótti mörgum það slæmt, svona rétt fyrir kosningar og reyndu margir, m.a. ég að telja henni hughvarf vegna þess. Það var hinsvegar strax ljóst að málefnin, flokkurinn og allt fólkið í flokknum voru orðin aukaatriði hjá Margréti og ljóst að hún hefði aðeins áhuga á einu, og er kannski einfaldast að orða það þannig í einni setningu:"Ég, um mig, frá mér, til mín." Hún hafði einnig lofað fullt af fólki í FF að hún myndi ekki hlaupast undan merkjum og svíkja flokkinn, en við vitum öll hvernig það fór.

Það má segja sem svo að svipað sé nú að gerast í Borgarstjórnarmálunum, þar sem mér sýnist Ólafur vilja gera allt til að ná málefnunum í gegn, á meðan Margrét horfi fyrst og fremst á sína eigin pólitísku hagsmuni.

Meira seinna .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband