Bakkafjara og samgöngur eyjamanna

Það er 5,9 m. ölduhæð í Bakkafjöru núna, það er búið að aflýsa báðum ferðum Herjólfs í dag og það er ekkert flug í dag, svo enn á ný eru eyjamenn einangraðir á eyju úti í ballarhafi. Þetta er nákvæmlega það, sem ég er að tala um þegar ég segi:"Við þurfum stærri og gangmeiri Herjólf" (sambærilegan og Smyril, en hann er 115 m. og gengur 21 mílu þegar best er) þannig og aðeins þannig tel ég að hægt sé að tryggja öruggar og traustar samgöngur alla daga ársins.

Ég sendi um daginn eina spurningu varðandi Bakkafjöru Herjólf til Siglingamálastofnunnar og er svar komið. Svarið er hinsvegar svo skrýtið að ég þarf að hringja í næstu viku og fá nánari útskýringar á hvað þetta svar þýðir. En ef eitthvað er hægt að lesa út úr þessu, að í raun og veru liggi engar mælingar fyrir um, hvaða stærð á skipi henti best á þessari siglingaleið og í þessa höfn. En ég mun birta hér á blogginu mínu þau svör sem ég fæ, sem og spurninguna sem ég sendi inn og svarið við henni.

Meira seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Af hverju kemur svar Siglingamálastfonunar mér ekki á óvart?

Bíð spennt eftir nánari túlkun 

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 27.1.2008 kl. 13:57

2 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

hvar ætlar þú að koma fyrir 115 metra skipi fyrir hérna í höfninni í vestmannaeyjum þannig að vel fari ?

og hvar ætlar þú að koma því fyrir í þorlákshöfn ?

ég persónulega hefði jú líkað vilja gangmeira skip til þorlákshafnar, en það breytir því ekki að 115 metra langt skip kemst bara einfaldlega ekki fyrir hérna með góðu móti án þess að teppa það mikið af plássi í höfninni

síðan þar að auki þá skiptir það mun minna máli hvort að skipið gangi 17 mílur eða 21 mílu

ferðin færi úr 2:45 niður í ca 2:10

sem að þýðir að fram og til baka er það aldrei undir 5 tímum

þannig að skip gæti jú hugsanlega farið héðan um 8 leytið að  morgni og aftur héðan um 2 ca

það er óskaplega lítil samgöngubylting fyrir okkur

þar að auki hef ég nú heyrt það frá skipstjórar mönnum á herjólfi að þeri vildu nú síst hafa hann stærri, þar sem að aðalvandamál vegna veður væri við höfnina í þorlákshöfn, bæði þar vegna vind og öldu 

Árni Sigurður Pétursson, 27.1.2008 kl. 17:23

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Árni ,það stendur til að stækka höfnina í Þorlákshöfn , og eru þær framkvæmdir þegar hafnar.  Ég hef ekki áhyggjur af plássleysinu hér í höfninni en ég fullyrði að Smyrill hefði farið í dag og það er lykil atriðið varðandi stöðugar og öruggar samgöngur . kv .

Georg Eiður Arnarson, 27.1.2008 kl. 17:31

4 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Það er rétt hjá þér að það standi til að stækka höfnina í þorlákshöfn og að þær framkvæmdir séu hafnar, en þess má nú geta að hafnarkjafturinn hefur þrengst við það.

en já, þú mátt nú endilega benda mér á það hvar þú mundir koma við 115 metra skipi hérna í höfninni í vestmannaeyjum, vegna þess að ég er ekki að sjá það við fyrstu sýn hvar það ætti að vera (og tel ég mig þó þekkja þessa höfn nokkuð vel)

 síðan er nú annað sem að ég er að pæla í að leiðrétta hjá þér.

smyrill er ekki 115 metrar, hann er 135 metrar á lengd og 22,7 metrar á breidd og ristir 5.6 metra

herjólfur er ristir frekar grunnt (mig minnir að það séu 4.5 metrar, en ætla nú ekki að lofa því hvort að það sé rétt) en hann var nú þar á meðal hafður frekar grunnur uppá einmitt höfnina í þorlákshöfn að gera.

ég er nú nær öruggur á því að það væri hellingur af ferðum sem að hefðu dottið niður á svona skipi (hvort sem að við miðum við 115 eða 135 metra) sem að hefðu dottið niður, og einmitt vegna þess sem að ég bennti á áðan, að skipið ætti í erfiðleikum með að fara inn í þorlákshöfn.

þar að auki vill ég nú meina að þessi hálftími - 40 mín sem að mundu sparast væru ekkert ógurleg bæting fyrir okkur, þar sem að það væri óskaplega litlar líkur á því að skip sem að væri þetta stærra færi í þaða ð fara 3 ferðir á dag á milli lands og eyja. þar að leiðandi værum við enþá föst með 2 ferðir á dag og ekki er það nú nein bæting á samgöngum fyrir okkur.

ég persónulega var ekki sérstaklega hrifinn af þessari hugmynd um höfn í bakkafjöru, en eftir að hafa skoðað þetta betur þá verð ég nú að segja að ég sé orðin sammála þessari hugmynd

en aftur á móti þá vill ég meina að ætla að berjast við 12 stærri herjólf en gegnur núna sé alger vitleysa, frekar hefðu menn átt að berjast fyrir því að fá 2 skip, að svipaðri stærðargráðu og er núna, og ganga á móti hvoru öðru. 

(upplýsingar um smyril fann ég á þessari slóð http://www.ssl.fo/Default.asp?sida=2983 ) 

Árni Sigurður Pétursson, 28.1.2008 kl. 13:31

5 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

þessi tala þarna 12 átti ekki að vera í síðustu málsgreininni.

Árni Sigurður Pétursson, 28.1.2008 kl. 13:32

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Árni, ekki veit ég um málin á Smyrli, það hef ég frá öðrum, en ég hef hinsvegar farið með Smyrli í talsverðri brælu, en skipið hreyfðist ekki. Mín skoðun er sú, að ég hefði viljað fá sambærilegt skip og Smyrill, eða að minnsta kosti 100 m skip. Þar að auki kostar að sjálfsögðu, eins og ég hef sagt áður, margfalt lægri upphæð að lagfæra höfnina í Þorlákshöfn, heldur en byggja nýja í Bakkafjöru. Ég hef nefnt Smyril sérstaklega vegna þess að hann er líka með bílainnkeyrslur á hliðunum og geti því lagst að hvaða bryggju sem er hér í Vestmannaeyjum (enda er engin sérstök bryggja fyrir hann í Þórshöfn, hann einfaldlega leggst að þar sem laust er). Þú getur sé ca. 60 myndir af honum úr Færeyjaferð minni 2006 inni á www.Heimaklettur.is.

kv.

Georg Eiður Arnarson, 28.1.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband