5.2.2008 | 18:17
Dapurlegar fréttir
Krókaaflamarksbátum fækkar um fimmtung
Fyrir nokkru var greint frá því hér á heimasíðunni að þorskafli krókaflamarksbáta hefði dregist saman um þriðjung á fyrsta þriðjungi fiskveiðiársins miðað við sama tíma í fyrra.
Nú liggja fyrir tölur um fjölda krókaaflamarksbáta sem lönduðu afla á þessum sömu tímabilum. Greinilegt er að þorskskerðingin bítur fast í útgerðir fjölda báta því aðeins 330 bátar stunduðu veiðar á mánuðunum september til og með desember 2007 en voru 410 á sama tíma 2006.
Unnið upp úr upplýsingum frá Fiskistofu
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eru þá ekki 80 bátar á sjó eða eru þeir á öðrum veiðum?
Guðjón H Finnbogason, 5.2.2008 kl. 19:01
Eða að það er búið að leggja þeim vegna kvótaleysis . kv .
Georg Eiður Arnarson, 5.2.2008 kl. 21:52
Sæll Georg.
Eins og við vitum er kvótakerfið að ganga að sjálfu sér dauðu og því fyrr sem menn geta verið menn til að viðurkenna það , því betra.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 6.2.2008 kl. 01:45
Sem betur fer er kvótakerfið að rotna innan frá og verður sennilega ekki hjá því komist að stokka það allt upp á nýtt.
Jakob Falur Kristinsson, 6.2.2008 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.