6.2.2008 | 12:23
Gleðilegt vor...........eða þannig
Það er kannski ekki mjög vorlegt úti þessa dagana, en mér finnst alltaf vorið byrja í febrúar, þegar svartfuglinn kemur á sjóinn við eyjar, og á mánudaginn s.l. var hópur af svartfugli sunnan við Bjarnareyna.
Síðastliðin vika er sennilega stærsta vika hjá mér á sjónum í allan vetur, enda róið 4 sinnum frá s.l. miðvikudag. Samtals með 47 bjóð og fiskaði liðlega 8 tonn, mest ýsu. Nú er hinsvegar spáin framundan mjög slæm, en það er í sjálfu sér ágætt, því nóg er að gera niðri í beituskúr.
Rétt í þessu var sólin að gægjast upp, en fyrir þá sem langar að sjá skemmtilega og litríka mynd af sólsetrinu, bendi ég á bloggsíðuna www.tildators.blog.is.
Eitt af því sem vakti hvað mesta athygli mína á sjónum síðustu daga var, hversu illa haldinn allur fugl virðist vera, t.d. varð ég var við það að bæði svartfugl og æðarkollur voru að kafa undir bátinn til þess að ná sér í afbeitu. Og til að kóróna það, kom hópur af súlu að bátnum hjá mér s.l. mánudag þar sem ég var að draga línuna og byrjaði að steypa sér í sjóinn til að reyna að stela fiski af línunni og meira að segja, var súlan farin að stinga sér eftir afbeitu líka, svo eitthvað vantar nú af fæðu í sjóinn, og kannski er samræmi þarna við það, að enn hefur engin loðna fundist. Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er slæmt ástand á fuglinum og það er saga til nærstu bæja að ástandið hjá Súlunni skuli vera svona.
Guðjón H Finnbogason, 6.2.2008 kl. 18:04
Sæll Georg.
Já hugsa sér, fæðuskorturinn hefur sínar birtingamyndir í návígi.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 6.2.2008 kl. 23:11
Er það ekki tilfellið að æti vantar? Lundinn hrunið síðustu árin sem og fleiri tegundir. Hver skyldi skýringin vera? Hlýnun sjávar sem veldur minna æti?
Ég fæ hreinlega ,,heimþrá" þegar ég les lýsingarnar úr Eyjum.
Farðu varlega í veðravítunum
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 7.2.2008 kl. 01:14
Heill og sæll Georg gott að heyra að þú fiskir vel, það það kemur heim og saman að það er lítið æti í sjónum fyrir fiskinn, hann er því gráðugur í beituna. Já nú spáir mjög illa næstu daga þannig að hægt er að beita upp línuna. Vonandi fer loðnan að láta sjá sig.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 7.2.2008 kl. 17:28
Þú ferð væntanlega ekki á sjó í þessu veðri, en lífríkið er viðkvæmt og hefur illa þolað kvótakerfið, svo mikið er víst.
Ester Sveinbjarnardóttir, 8.2.2008 kl. 23:03
Nú er ekkert annað tgil ráða en að taka fram klippurnar og skera aftan úr flottrollurunum. Ráðherra auminginn er ekki maður til að bregðast við þessum vanda.
Níels A. Ársælsson., 10.2.2008 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.