Bakkafjara

Það er svolítið síðan ég skrifaði um Bakkafjöru og samgöngumál okkar , skoðanakönnun sem hefur verið í gangi á Eyjar.net en er nú lokið þykir mér nokkuð merkileg fyrst og fremst fyrir það, að hún sýnir nákvæmlega sömu niðurstöðu og skoðanakönnun sem ég var með s.l. haust, þ.e.a.s. ca. 55 % eyjamanna eru á móti Bakkafjöru, en því miður höfum við víst ekkert um málið að segja.

Ég tók eftir því, í nýlegu viðtali við bæjarstjóra okkar, að hann er hættur að tala um að Bakkafjara verði tilbúin 2009 og farinn að tala um Bakkafjöru 2010, sem, eins og við vitum flest öll, að mun að öllum líkindum heldur ekki standast, allavega ekki hvað varðar að ný ferja verði komin þá.

Eitt enn um samgöngumál okkar vakti athygli mína, það er viðtal við Ívar, skipstjórann á Herjólfi, þar sem hann fullyrðir, að ef Herjólfur væri stærri heldur en hann er í dag, þá hefðu frátafir vegna innsiglingarinnar í Þorlákshöfn sennilega verið fleiri en með núverandi skipi. Mjög undarleg skoðun þarna, finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þetta er athyglisvert.Er Herjólfur þá orðinn stór?

Guðjón H Finnbogason, 25.2.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Og svo kom skoðanakönnunin á eyjan.net eins og byssukúla beint í rass..... á bæjarstjóranum en hún sýndi það að það er meirihluti Eyjamanna á móti framkvæmdinni.

Jóhann Elíasson, 25.2.2008 kl. 23:46

3 identicon

Held að menn ættu að taka hæfilega mikið mark á þessum netkönnunum öllum... Það eru örugglega ekki bara Eyjamenn og konur sem að eru að kjósa í þeim...þannig að segja að meirihluti eyjamanna og kvenna séu á móti þessari framkvæmd finnst mér hæpið...

Huginn (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband