29.2.2008 | 22:48
Vertíð og fleira
Það er annað hljóð í eyjamönnum í dag heldur en fyrir viku síðan, enda loðnuveiðar komnar af stað og unnið á vöktum í bæði vinnslum og bræðslum og sannkölluð vertíðarstemmning niðri við höfn.
Það sló mig svolítið frétt á eyjamiðlunum, um að hugsanlega væri verið að selja frystitogarann Snorra Sturluson frá Vestmannaeyjum (ég held það séu 25 manns um borð), en kvótinn fer nú ekki með. Ástæðan er sú að í leit minni að húsnæði núna í janúar, skoðaði ég meðal annars hús hjá einum úr áhöfninni á Snorra Sturlu, sagði sá mér að hann væri ánægður þarna um borð og hefði góðar tekjur, en heyrði alveg skilaboðin sem ríkisstjórnin væri sífellt að senda um að það ætti að fækka og hagræða frekar í sjávarútvegi, þess vegna hefði hann hug á að flytja í bæinn til þess að eiga fleiri atvinnumöguleika ef eitthvað skyldi breytast. Ef af þessari sölu verður, þá má kannski segja sem svo að þetta sé gott dæmi um það atvinnuöryggi sem sjómenn búa við í dag.
Öllu betri voru þó fréttirnar af Eyjaberg (Pétursey ehf ) þar ætla menn að reina að halda áfram í bili , en töluverð fækkun verður þó af starfsfólki . Meira seinna .
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sem betur fer kom ljós í myrkrinu. Ástandið engu að síður grafalvarlegt en hefði auðvitað orðið mun verra ef loðnubanninu hefði ekki verið aflétt. Það verða einungis þeir allra hörðustu sem geta þraukað í Eyjum næstu misseri, er ég hrædd um.
Sem betur fer eru þeir til enda þeir sem halda merkjum uppi og Eyjunum í byggð
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 29.2.2008 kl. 23:00
Heill og sæll Georg það er einmitt þetta sem málið snýst um, fækkun skipa = minni vinna = búferlaflutningar. Hvernig líður þér og þinni fjölskyldu í nýja húsinu.?
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.2.2008 kl. 23:01
Til hamingju með loðnuna Georg.
Það er vonandi að menn bretti upp ermar og hefji endurskoðun þess kerfis sem kvótakerfið í heild er þvi fyrr því betra.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 1.3.2008 kl. 02:29
Sæll Georg. Því miður virðist þróunin hér hjá okkur ætla að verða í þessa veru. Við þurfum svo sem ekkert, að vera undrandi á því. Enginn getur með skuldir á bakinu verið atvinnulaus. Þetta óöryggi í veiðisamfélagi býður upp á að fólk leiti þar sem atvinna er nokkuð örugg. Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 1.3.2008 kl. 06:16
Það er svo skrítið hvernig hægt er alltaf að réttlæta fækkun á skipum og telja það til tekna og hagræðingar.Eitt sinn var gerð innanskips breyting hjá okkur borðsalir sameinaðir og gerðar tvær setustofur og eldhús minkað.þetta kostaði einhverjar 50 miljónir en það var réttlæt með því að fækka um viðvaning í eldhúsi,sem sagt launin hans áttu að borga þetta,þetta var allt svo klúðurslegt að borðsalurinn rúmar ekki alla áhöfnina það eru stólar fyrir 16 en eiga að vera 18.Eina sem kom gott út úr þessu er eldhúsið sem varð betra og betri vinnuaðstaða.Það verður að athuga líka í sambandi við fækkun á skipum að það er öryggið hvar er það.
Guðjón H Finnbogason, 1.3.2008 kl. 11:31
Ég man eftit þegar Sigurður Einarsson sá góði maður sagði að Vestmanneyjar yrðu þrjúþúsund og fimmhundruð manna bæjarfélag það var bara hleyjið að honum,ég held að það muni rædast kv
þorvaldur Hermannsson, 1.3.2008 kl. 14:58
Sæll Georg, ég get sagt þér til fróðleiks með mannafjöldann um borð í Snorra Sturlusyni VE, að það eru 45 kallar og konur fastráðinn um borð í svona stórt frystiskip, þeir eru með fríakerfi þannig að þrír eru með tvö pláss. Þannig að það sjá allir sem fylgjast með sjávarútvegi að þarna missa 28-30 kallar ( og konur) vinnu sína miða við að þeir kaupi 4 mílna bát í staðin fyrir Snorrann. Svo þetta með manninn sem á Snorranum sem var að pæla í að flytja upp á land, vill ég bara segja það að þegar maður er á frystiskipi þá skiptir engu máli hvar maður býr, ég var 3 ár á Vestmannaey, (þeirri gömlu) og þar voru menn frá Þórshöfn og Akureyri. Kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 2.3.2008 kl. 09:19
Sæll helgi , það er rétt það skiptir engu hvar þú býrð , nema ef þú missir plássið varanlega . kv .
Georg Eiður Arnarson, 2.3.2008 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.