Vont veður

Ég opnaði útihurðina áðan því hún snýr í vestur , en samt var snjór upp á miðja hurð svo að ég var fljótur að loka aftur, og mér sýnist bíllin vera við það að hverfa í snjóskafl.

Besta veður vetrarins var í gær en sennilega það versta í dag . Það vantar ekki öfganna í veðrinu  í eyjum .

 Sumir vilja meina að veðrið í vetur sé það versta í manna minnum , en ég sá það í gær í afladagbókinni að í Febrúar fór ég 6 sinnum á sjó , en man eftir því að fyrir ca 16 til 18 árum komst ég aðeins 1 sinni á sjó í Febrúar og á síðasta ári aðeins 3 sinnum í Febrúar . Snjókoman er hinsvegar meiri heldur en ég man eftir.


mbl.is Vont veður í Vestmannaeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og manst þú nú tímanna tvenna gamli minn. En samt það er alltaf einhver svona skemmtileg stemming þegar snjóar mikið. Kannski það sé vegna þess að við erum ekki vön miklum snjó. Nú skellur þú þér út þegar hann lægir og býrð til einn snjókall eða hús. Ekki næ ég því þennan veturinn í 25°+ sól og blíðu dag eftir dag.

Kveðja frá Spáni

HJG

Halldór (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Ég segi nú ekkert annað en heitt súkkulaði og góð bók.  Það væri ekki verra að vera með gott teppi - gangi þér vel að moka bílinn upp eða á ég kannski að segja frekar gangi þér vel að moka þig að bílnum?  En vonandi lagast þetta nú - þar sem það var væntanlega sól hjá ykkur í gær, snjókomma í dag þá er ekki úr vegi að fá smá rigningu á morgunn, svona til þess að minnka aðeins snjóinn...

Óttarr Makuch, 2.3.2008 kl. 10:40

3 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Væri ekki athugandi að athuga Blíðuna hvort hún sé nokkuð sokkin.kv

þorvaldur Hermannsson, 2.3.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband