2.3.2008 | 10:56
Nýtt hús
Þar sem á miðnætti 29. febr. skiluðum við endanlega af okkur lyklunum af gamla húsinu og vegna þess, að ég var spurður að því, hvernig mér líkaði nýja húsið, þá nokkrar línur um það.
Fyrir það fyrsta, þá er mikill munur á 120 fm og 210 fm, að auki er nýja húsið klætt að utan og allt nýtekið í gegn að innan, á meðan það gamla var óklætt, stóri munurinn er þar að þegar kalt er í veðri og allir ofnar voru kynntir í botn í gamla húsinu, þá var samt stundum hálf kalt. Í nýja húsinu hinsvegar, virðist vera nóg að kveikt sé á einhverjum einum ofni einhverstaðar í húsinu til þess að það sé bæði hlýtt og notalegt.
Einnig er mikill munur á því að geta haft frúarbílinn inni í bílskúr, hlýjan og notalegan og vera laus við allt skafirí (vinnubíllinn þarf víst áfram að hanga úti).
Það sem við höfðum hinsvegar mestar áhyggjur af eru kisurnar okkar, sem báðar eru svo til fæddar og uppaldar í gamla húsinu. Til að venja þær við, þá fór ég með þær (Tómas, geldur fress 7 ára og Blíða 1 árs læða) tveimur dögum áður en við fluttum sjálf, en hluti af húsgögnunum var kominn á undan, og skildi þær eftir með sand og mat í nokkra klukkutíma. Þetta tókst mjög vel og er kannski besta lýsingin sú, að þegar ég loksins hleypti þeim út, þá fór sá gamli (Tómas) beint út í garð, hnusaði að öllum trjánum í garðinum, merkti svo stærsta tréð vel og vandlega og kom svo strax inn aftur, svo við erum öll alsæl í nýju húsi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gratulera, ég vona svo sannarlega að þið verðið hamingjusöm í nýja húsinu.
Ester Sveinbjarnardóttir, 2.3.2008 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.