2.3.2008 | 11:04
Áskorun til bæjarstjórnar Vestmannaeyja
Frá því að ákveðið var að sameina grunnskólana (þrátt fyrir efasemdir margra) þá hefur komið greinilega í ljós, að vegirnir og aðkeyrslurnar að skólunum þola ekki það álag sem því fylgir þegar börnunum er keyrt í skólana og myndast oft mikil umferðarteppa með öllum þeim hættum sem því fylgir sérstaklega á morgnanna, og þegar við bætist svona tíðarfar eins og við höfum horft upp á að undanförnu þá finnst mér full ástæða til að skora á bæjarstjórnina að endurskoða afstöðu sína gagnvart skólarútu, eða að minnsta kosti að skoða þann möguleika að til sé einhverskonar neyðaráætlun, þar sem gert sé ráð fyrir því að boðið sé upp á skólarútu þegar færðin er svona erfið. Vonast eftir skjótum viðbrögðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað ætti að vera til staðar einhvers konar ,,strætó" eða skólarúta fyrir skólbörn. Svo virðist sem sem lítill metnaður hafi verið í pólitíkusum varðandi samgöngumál í Eyjum. Treyst á að foreldrar annist allan akstur og flutning til og frá skóla og íþróttahúsi. Er talsmaður þess að börn hreyfi sig en það er drjúgur spotti frá austur hluta bæjarnins til Hamarsskóla og íþróttahússins.
Styð tillögu þína heilshugar
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 2.3.2008 kl. 11:08
Ég hélt að það væri kominn skólabíll í eyjum,hvað er að bæjarstjórninni?
Guðjón H Finnbogason, 2.3.2008 kl. 14:20
Sæuð þið borgarbörnin eða foreldra þeirra sætta sig við þessar aðstæður????? 7 ára er ansi ungt og leiðin löng
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 2.3.2008 kl. 14:55
Baráttukveðjur til Eyja.
Sigurður Þórðarson, 2.3.2008 kl. 15:47
Takk fyrir undirtektirnar , það væri nú bara gaman ef bæjarstjórnin sýndi smá lífsmark . Mér hefur reyndar verið bent á að börnin hafi gott af göngunni í skólann en það sjá það allir að í svona tíðarfari þá er þetta bara hættulegt . kv .
Georg Eiður Arnarson, 2.3.2008 kl. 17:54
Flott hjá þér Georg.
Án efa þjóðþrifamál, og ég tel reyndar að hið sama gildi uppi á landi þ.e. að endurskoða þurfi ögn skólamálin, þar sem verið er að keyra með börn um langan veg í grunnskóla undan Fjöllunum á Hvolsvöll sem ekki hefur gengið vel í því tíðarfari sem verið hefur.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.3.2008 kl. 00:25
Sæll Goggi, líttu á nýju skoanakönnunina mína og láttu hana berast.
Hvernig er verðrið í Eyjum núna?
Sigurður Þórðarson, 4.3.2008 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.