4.3.2008 | 22:24
Þeir eru að fáann í eyjum
Mjög ánægjulegt fyrir eyjamenn að fá þessa aukningu í loðnukvóta og stefnir í að þetta verði ágætis loðnuvertíð (þrátt fyrir að þetta sé ekkert miðað við það þegar við vorum að veiða um og yfir milljón tonn af loðnu). Af öðrum fréttum, þá fór ég á sjó á laugardaginn, rétt sunnan við eyjar með 8 bjóð, fiskaði 1700 kg, mest löngu, en það sem vakti mesta athygli mína er, að ekki var ein einasta loðna í einum einasta fiski, svo varla hefur verið mikil loðna þarna á ferðinni, allavega hefur hún ekki dreyft sér mikið, en þar sem önnur ganga er víst á leiðinni, þá ætla ég rétt að vona að hún fari dýpra yfir, ekki veitir lífríkinu af.
Af öðrum fréttum, Gandí var víst að draga netin úti í Kanti í dag og fékk 100 kör af þorski, svo ekki virðist þorskurinn vera útdauður (eins og Hafró heldur fram), er þetta netafiskirí samt í algjöru samræmi við mikið netafiskirí s.l. vor, sem Hafró segir að sé ekkert að marka.
Margar sögur eru í gangi um hugsanlegar breytingar á flotanum í eyjum, sú stærsta er hugsanleg sala á frystitogaranum Snorra Sturlusyni, en einn bloggvinur minn tjáði mér að þar væru hátt í 40 störf í veði. Slæmt mál. Eins og staðan er núna, þá eru aðeins tveir netabátar á veiðum frá eyjum og hafa þeir aldrei verið færri (Gandí VE og Narfi VE). Ég hef heyrt einhverjar sögur um að þeir Portlands-menn séu hugsanlega að selja netabátinn og hafi jafnvel hug á að fá sér snurvoðabát (vonandi er það ekki rétt). Einnig var á síðustu vertíð lítill netabátur á netum, en hefur ekki róið frá áramótum, Magnhildur VE sem vinur minn Jóhannes Sigurðsson á. Jonni gerði þau slæmu mistök s.l. vor að kaupa 15 tonn af þorski og missti svo meirihlutann af þeim vegna niðurskurðar á þorskkvóta, svo ég veit ekki hvort að hann sjái sér stætt á að halda þessu áfram. Þegar ég frétti af þessum kaupum hjá honum, þá fór ég til hans og sagði:"Ég samhryggist innilega með þessi kaup."
Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bæði góðar fréttir og slæmar, les ég. Ekki g6tt að heyra af vini þínum. Hvar enda þessi ósköp???
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 5.3.2008 kl. 00:08
þú gleymdir nú reyndar Glófaxa mönnum í upptalningunni á betabátum
þannig að þeir eru 3.
en það breytir því nú ekki að ekki er nú hægt að telja það mikinn fjöldda, Vinnslustöðin hefur ekki einu sinni í hyggju að skella Brynjólfi á net einsog þeir hafa gert alltaf fram að þessu.
síðan má jú nefna ykkur trillukarla
3 sem að róa með línu...
þú, Siggi Hlö og Kjartan, einhvern tíman hefði fólk nú neitað að trúa því að aðeins væru gerðar út 3 trillur á línu í vestmannaeyjum á vetrarvertíð (og þetta get ég sagt og er ég nú ekki gamall)
Árni Sigurður Pétursson, 5.3.2008 kl. 11:53
Sæll Árni , það er rétt ég gleymdi Glófaxa , en svo eru í gangi sögur um að Glófaxi sé til sölu svo ekki batnar það . kv .
Georg Eiður Arnarson, 5.3.2008 kl. 14:37
Jonni keypti kvóta sem rýrnaði um þrjátíu % en sá sem seldi honum kvótann hvar fékk hann þennan kvóta.Mér finnst þetta svakaleg þróun í eyjum fækkun skipa og vinnsluhúsa.Ég man eftir því þegar ég var peyji og var á briggjuni þá iðaði allt af lífi bátarnir drekkhlaðnir og vinnslurnar allar í gangi,ég var vertíð í eyjaberg og þá var unnið til miðnættis á hverju kvöldi og hafðist valla við en það var að vísu vertíðar árin og ekki kvóti,ég vona að það verði ekki úr þessu með Snorra Sturluson.
Guðjón H Finnbogason, 5.3.2008 kl. 14:43
hann Beddi sagði okkur að það væri nú bara vitleysa að hann væri til sölu, þetta voru víst einhverjar sögusagnir bara.
Árni Sigurður Pétursson, 5.3.2008 kl. 15:35
Sæll Guðjón, kvótann keypti Jonni af Binna í Gröf , sem var síðan seldur með öllum aflaheimildum frá eyjum í haust. Ég er ekki viss um að Binni í Gröf væri hrifinn af vinnubrögðum erfingjanna , við breytum hinsvegar ekki fólkinu en við þurfum lífsnauðsynlega að breyta kerfinu því þetta getur bara versnað . kv .
Georg Eiður Arnarson, 5.3.2008 kl. 16:52
Ég er sammála þér í því að kerfinu þarf að breyta,en mér finnst alveg svakalegt að heira í mönnum sem áttu varla í sig að éta hérna áður firr en fengu svo kvóta sem þeir unnu ekki fyrir og selja eða leigja fyrir hundruð miljónir ef ekki þúsundir miljóna það finnst mér sárt að horfa upp á,svo eru menn sem hafa stritað sína tíð en fengu ekkert svona frá ríkinu.Binni heitinn var duglegur karl en hann var ekkert ríkur en hann vann fyrir sínu.
Guðjón H Finnbogason, 5.3.2008 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.