Sérfræðingar

Þetta orð, sérfræðingur, kom upp í huga minn í dag.

Sérfræðingar Veðurstofunnar spáðu því í gærkvöldi, að þetta austan hvassviðri ætti að lægja með morgninum og snúa sér í hæga suðvestan átt fyrir hádegi og enn hægari vestan átt seinnipartinn, en skrítið, ennþá er austan strekkingur í eyjum svo ekki höfðu sérfræðingar veðurstofunnar alveg rétt fyrir sér og svo sem ekki óeðlilegt að þeir hafi rangt fyrir sér um veðurspá hér í eyjum, þrátt fyrir sífellt betri og betri gögn.

Sérfræðingar Hafró ákváðu fyrir nokkru síðan að stöðva loðnuveiðar, þrátt fyrir að samkv. mælingum þeirra frá árinu áður sem voru forsenda þess að þeir gáfu út loðnukvóta fyrirfram og í raun og veru held ég að ef ekki hefði komið til verulegur þrýstingur frá hagsmunaaðilum og skipstjórum á loðnubátunum, þá væri jafnvel ekki verið að veiða loðnu núna. Sama held ég að gildi varðandi niðurskurði á aflaheimildum í þorski, maður fær það stundum á tilfinninguna að eina leiðin til þess að sérfræðingar Hafró finni einhvern þorsk í sjónum sé sennilega að senda þá niður í kafbát, en mér segir svo hugur að sennilega myndu þeir klúðra því líka.

" Ég treysti bara sérfræðingum Siglingamálastofnunnar " er setning sem ég hef oft fengið að heyra í umfjöllun minni um Bakkafjöruhöfn. Fyrir mitt leyti, þá er ég nokkuð sammála þessu, enda hef ég ekkert vit á hafnargerð, en samt, þessir sömu sérfræðingar hafa lýst því yfir að frátafir verði mun fleiri í Bakkafjöru heldur en í Þorlákshöfn, svo maður spyr sig, hverju á maður að trúa?

Ég efast ekki um það að margur sérfræðingurinn yrði (verður) ekki hrifinn af að lesa svona skrif, en það sem mér hefur alltaf fundið merkilegast er, að t.d. þó að sérfræðingar Hafró hafi ítrekað gert mistök í sínum útreikningum, samanber útreikningar varðandi ýsukvóta, þorskkvóta og loðnukvóta, þá er það furðulegasta í þessu öllu saman að í staðinn fyrir að menn séu látnir taka ábyrgð á sínum útreikningum, að þá er endalaust dælt meiri peningum í þessa sérfræðinga til þess að þeir geti rannsakað málið betur. Ég leyfi mér að fullyrða það, að ef sérfræðingar væru látnir sæta ábyrgð þá yrðu vinnubrögðin betri. Svo er aftur stór spurning hvort við höfum einkvað betra í höndunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband