24.3.2008 | 18:34
Er þjónusta við bílalausa Herjólfsfarþega að versna?
Dóttirin var að hringja í mig og sagði farir sínar ekki sléttar. Hún ætlaði að koma með fyrri ferð Herjólfs í dag, fékk far niður á BSÍ, sat svo inni og var að borða áður en hún færi í rútuna, en tók svo eftir því, að Herjólfsrútan keyrði skyndilega í burtu, án þess að það væri kallað upp í hátalarakerfinu og missti þar með af skipinu. Til þess að vera alveg örugg á að missa ekki af seinni ferðinni, þá kom hún sér upp að Rauðavatni, stóð við vegkantinn og veifaði Herjólfsrútunni þegar hún kom, en viti menn, rútan stoppaði ekki, svo hún situr föst í bænum og þarf að reyna aftur á morgun. Frúin var að hringja á Þingvallaleið og fékk þau svör að því miður hefðu þau ekki símanúmerið í rútunni .
Varðandi spurninguna í fyrirsögninni, já, þetta getur nú varla talist boðleg þjónusta.
Það var bara eins gott, að þetta var ekki síðasta ferð frá Bakka í bæinn. Kannski maður verði að útbúa krakkana með tjald þegar og ef Bakkafjara verður einhvern tímann tilbúin?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er með ólígindum
þorvaldur Hermannsson, 24.3.2008 kl. 20:07
Kannast aðeins við álíka atvik tengda rútunni. Þjónustan á þeim bænum ekki til að laða að visðkiptavini enda virðist fyrirtækið vera í ánauð miðað við frammistöðuna. Þetta er hrikalegt mál
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.3.2008 kl. 23:35
Sæll Georg.
Ósköp og skelfing er þetta lélegt finnst manni.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 25.3.2008 kl. 00:02
Þetta er nú með því verra sem ég hef heyrt af - maður er bara orðlaus. Er ekki alltaf verið að tala um að fólk eigi að nota meira af almenningssamgöngum? svona sögur ýta ekki undir fólk með það.
Jóhann Elíasson, 25.3.2008 kl. 01:43
Verður þessi þáttur ekki allur með betri brag þegar þetta verður komið austur á Sanda? Þá verður svo mikil traffíkin að það þarf fjölda rútubíla til að anna þeim þættinum og hálfur annar tími í bæinn. það verður einhverntíman fjör á vetrum eins og núna.
Allt er rekið með ríkisstyrk sem ber þetta uppi og farþegarnir aukaatriði. Komast sem léttast og ódýrast frá hverri ferð með litlum bílum, það er auðvitað málið.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.3.2008 kl. 11:22
Rússakerfið klikkar alltaf.
Guðjón H Finnbogason, 25.3.2008 kl. 20:38
Ég má kannski ekki segja þetta, en hefur bara ekki verið einhver útlendingur að keyra rútuna?
Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.3.2008 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.