27.3.2008 | 19:22
Lenti eitt sinn í þessu
Aðgát skal höfð
Mörgum trillukarlinum hefur orðið tíðrætt um meðhöndlun og afgreiðslu Landhelgisgæslunnar og ákæruvaldsins varðandi atvik eins og ef haffæriskírteini er útrunnið eða ekki um borð.
Gefin er út ákæra, laganna verðir birtast og afhenda fyrirkall til sýslumanns. Málinu lokið með greiðslu sektar sem nemur tugum þúsunda.
Nýlegt dæmi þar sem bátur var í róðri. Landhelgisgæslan kallaði í hann og tilkynnti skipstjóranum að haffæriskírteinið hefði runnið út á miðnætti. Viðkomandi, sem jafnframt var eigandi bátsins, þakkaði fyrir að minna sig á og pantaði skoðun strax næsta dag. Hún rann í gegn athugasemdalaust og róðrum var framhaldið. Allt klappað og klárt, en því var nú aldeilis ekki að heilsa.
Þrem mánuðum síðar var barið að dyrum hjá þessum heiðursmanni. 12 ára sonurinn fór til dyra, kom aftur að vörmu spori, náfölur og stundi upp: Pabbi! lögreglan er að spyrja eftir þér.
Hér er of langt gengið. Yfirvaldinu ber að gæta hófs og meta eðli brota. Nútímaþjóðfélag gerir þær kröfur að komið sé fram við þegnana að varfærni, en ekki á sama hátt og um síbrotamenn sé að ræða.
Hafi slík framkoma sem hér er lýst lagastoð ber Alþingi að ganga í málið og breyta þeim ólögum sem hún er byggð á.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þér liggur svo mikið á hjarta að letrið rennur allt saman í eina drulluklessu
Heiða Þórðar, 27.3.2008 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.