Óheppni og formanna brandarinn

Það var fallegt veður í eyjum í dag, hægur vindur og sólskin og sjóinn hafði lægt töluvert um hádegi, svo ég fór niður í skúr að taka bjóðin til að fara á sjóinn, en var svo óheppinn að reka höndina svo hressilega í, að það rifnaði inn í kjöt á vísifingri vinstri handar og þurfti að sauma þrjú spor upp á spítala. Auk þess sagði læknirinn mér að slagæðin í puttanum hefði skaddast og bannaði mér að fara á sjó í einhverja daga.

Til að hressa mig við, var mér hugsað til þorrablótsins hjá okkur í FF sem haldið var fyrir nokkru síðan, þar sem fjöldi fólks fór á kostum og held ég að ég geti fullyrt það, að aldrei hef ég heyrt jafn marga brandara og skemmtisögur á einu kvöldi. Ekki man ég eftir mörgu, en það rifjaðist upp fyrir mér að formaðurinn sagði nokkur orð, en sagðist bara kunna einn brandara sem hann hefði nýlega heyrt, og var hann einhverveginn svona:

Fyrir nokkru síðan ákvað Iðntæknistofnun að láta yfirfara og breyta öllum netföngum hjá starfsmönnunum og var það gert þannig, að hver starfsmaður fékk netfang, sem var fyrstu þrír stafir í fornafni, fyrstu þrír stafir í eftirnafni og fyrstu þrír stafir í starfsheiti. Einn starfsmaðurinn mótmælti þessu harðlega, en á það var ekki hlustað og endaði það með því að starfsmaðurinn hætti hjá stofnuninni. Ástæðuna sjáum við í nafni mannsins, en hann hét Rúnar Karlsson, sérfræðingur.

Góða helgi öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þessi var góður

Þórir Kjartansson, 29.3.2008 kl. 22:15

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Georg, ljótt þetta með puttan, en hinsvegar góður brandari hjá Adda Kidda Gauj. Kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 29.3.2008 kl. 23:11

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Georg.

Það er ógaman að lenda í handarmeini. Góðan bata.

Já þessi frásögn Guðjóns var algjört met

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.3.2008 kl. 23:44

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Víða eru hætturnar, menn þurfa allsstaðar að gæta sín,

Jóhann Elíasson, 30.3.2008 kl. 09:44

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fyrirgefðu Georg minn broskarlinn er vegna brandaranns ekki slyssins sem þú varðst fyrir.

Jóhann Elíasson, 30.3.2008 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband