Í sól og sumar(yl)

Það var sumarblíða í eyjum í dag, sem hefði þýtt, ef alt væri eðlilegt, að ég væri úti á sjó, en vegna óhapps í fyrra bloggi, þá ákvað ég að heimsækja í dag einn af mínum uppáhaldsstöðum, HEIMAKLETTUR. Tók nokkrar myndir.

Heimaklettur 310308 022

Brandur og Álsey baðaðar í sólinni, á milli þeirra grillir í Geirfuglaskerið og í fjarska sést Surtsey.

Heimaklettur 310308 021

Horft yfir bæinn og eins og sést, þá erum við ekki alveg laus við snjóinn úr hvellinum mikla.

Heimaklettur 310308 030

Með gestabókinni uppi á topp, er þessi skemmtilegi listi.

Heimaklettur 310308 031

Seinni hluti listans.

Heimaklettur 310308 032

Að sjálfsögðu tók ég mynd af Bakkafjöru, og vakti það athygli mína, að þó að það væri hæg norðaustan átt og renniblíða, þá brimaði samt í Bakkafjöru (enda þarf nú ekki mikið til að hreyfa sjó þar).

Heimaklettur 310308 054

Útsýnið úr því sem ég kalla Þuríðarhellir er ansi flott.

Heimaklettur 310308 056

Opið til að komast inn í hellirinn (skútann) er ansi þröngt, en ég tók eftir því að í örnefnum í Heimakletti er ekki minnst á þennan hellir, en ég rakst á hann þegar ég var að klifra þarna sem unglingur, og hef hirt allt að 10 egg í skútanum.

Heimaklettur 310308 048

Klettsvíkin er alltaf falleg, en það skemmir töluvert þessir bútar af Keiko-kvínni og alt þetta drasl, sem liggur þarna í fjörunni, vonandi verður þetta hreinsað í vor.

Heimaklettur 310308 035

Elliðaey skartaði sínu fegursta eins og allar eyjarnar í kringum Heimaey og á miðri mynd sést í varðskipið vakta bannsvæðið í eyjum fyrir óheiðarlegum trillukörlum. (maður hefði nú haldið að verkefnin á Íslandsmiðum væru næg).

Heimaklettur 310308 060

Á leiðinni niður smellti ég þessari mynd af Glófaxa að koma úr róðri. Fiskirí við eyjar hefur verið mjög gott að undanförnu og við bryggju liggur (sennilega) norskt kolmunna veiðiskip, og er það mjög ánægjulegt, hversu vel hefur gengið hjá þeim í FES að undanförnu.

Heimaklettur 310308 049

Á leið minni um Heimaklett minni rakst ég á þetta ástfangna par. Ekki voru þau beint hrifin af að sjá mig, og svei mér þá, ef ekki var kallað á eftir mér:"Eggjaþjófur" (maður verður bara svangur).

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Flottar myndir og "ægifagurt" útsýni.  Takk fyrir að deila þessu með okkur Georg.

Jóhann Elíasson, 30.3.2008 kl. 19:23

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Vá, hvað það er fallegt þarna.

Sigurður Þórðarson, 30.3.2008 kl. 19:56

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Frábærar myndir. Rifja upp ,,súrsætar" minningar. Ekki laust við smá ,,heimþrá"

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 30.3.2008 kl. 20:23

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Glæsilegar myndir Georg. Myndirnar úr hellinum eru einstakar.

Það er alltaf brim í norðanáttinni heima undir Fjöllunum. Maður vissi alltaf þegar hann var að ganga í norðan átt, brimhljóðið kom áður.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.3.2008 kl. 23:59

5 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Skemmtilegar og góðar myndir hjá þér Georg. Fegurðin kemur að sjálfsögðu ekki á óvart.

Þorkell Sigurjónsson, 31.3.2008 kl. 16:59

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Glæsilegar myndir Georg, takk fyrir þetta. Þarna hef ég aldrei komið upp en nokkuð oft uppá Klifið. Það er ægifagur þarna allsstaðar.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 31.3.2008 kl. 18:27

7 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Geog, Þetta eru skemmtilegar myndir Eyjarnar alltaf jafn fallegar .ó þær sú í vetrarbúnini. Takk fyrir þetta

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 31.3.2008 kl. 23:30

8 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góður Georg, kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 2.4.2008 kl. 20:05

9 identicon

Goggi minn,

brimið sem þú segir vera við hafnarmynnið  er austan við Markarfljótsós, þar verður höfnin ekki.

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 00:14

10 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er rétt Benóný að biðjast afsökunar á þeim, því það eru þeir ekki. Hinsvegar elskir að sínu og vilja veg sinn og sinna sem mestan stundum á annara kostnað, en hvur lendir ekki í því...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.4.2008 kl. 12:03

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég var í Eyjum allt gosið og staðurinn hefur alltaf verið mér hugleikinn síðan

Sigurður Þórðarson, 6.4.2008 kl. 00:38

12 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er ekki undarlegt Sigurður, Eyjarnar eru meiriháttar staður. Fleiri og fleiri eru að uppgötva það, en samt gengur svona illa að halda þar fólki með búsetu. Ég vil kenna þar um þessu kvótakerfi sem sjávarútvegurinn býr við og þess lélega atvinnuöryggis sem það hefur leitt af sér. 

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.4.2008 kl. 10:26

13 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Takk fyrir kommentin, og sérstaklega vil ég þakka Benóný vini mínum fyrir afsökunarbeiðnina. Ég skil svona hér um bil afstöðu hans til Bakkafjöru, en vonandi verður þessi framkvæmd, ef hún heppnast, til góðs fyrir íbúa Rangárþings eystra.

Georg Eiður Arnarson, 9.4.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband