9.4.2008 | 17:09
Mikið að gerast síðustu 10 dagana
Það er mikið búið að ganga á síðustu 10 dagana hjá mér. Fyrir það fyrsta, slys á hendinni, losnaði við saumana í gær, og til að kóróna það, þá lenti ég í því s.l. föstudag, eftir að hafa hreinsað kabyssuna umborð og kveikt upp á ný, að skyndilega heyrðist hvellur og komu eldtungur undan kabyssunni (svo líklega hefur hún verið farin að leka). Greip ég til þess ráðs að loka stýrishúsinu og hringja á slökkviliðið. Með því að loka fyrir að súrefni kæmist að eldinum, var eldurinn nánast alveg slokknaður þegar slökkviliðið kom, og langar mig að nefna það sérstaklega, hversu ótrúlega snöggir þeir voru að koma og eiga þeir hrós skilið fyrir það. Ekki var mikið að slökkva, en það tók nokkurn tíma að reikræsta stýrishúsið og restin af föstudeginum og allur laugardagurinn fór í að þrífa sót og er því verkefni í raun og veru ekki alveg lokið ennþá. Tjónið er ekki mikið, flest öll tæki sluppu þannig að ég gat róið sunnudag, mánudag og þriðjudag og fiskaði liðlega 5 tonn þrátt fyrir frekar erfitt tíðarfar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.