9.4.2008 | 17:43
Bakkafjara
Margir eyjamenn hafa tjáð sig um Bakkafjöru að undanförnu og er það mjög ánægjulegt. Að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir, en ég tel enn að meirihluti eyjamanna sé gegn Bakkafjöru, enda kannski eðlilegt, þetta er eitthvað sem við þekkjum ekki.
Mér var svolítið hugsað til Bakkafjöru þegar ég keyrði austur á hraun í gær í ca. 16-18 metrum og sá, hvernig sjórinn hefur brotið niður hraunið á mörgum stöðum í vetur og kastað grjóti lengst upp á land, vonandi verður þetta ekki svona í Bakkafjöru, en það kemur alt í ljós. Mín afstaða er óbreytt, stærri, gangmeiri Herjólf. Það er það sem við þekkjum og höfum getað treyst á, því eins og við vitum öll, þá er þetta ævintýri (mín skoðun), vissulega mikil freisting fyrir þá sem eru sjóveikir, en því miður enda ekki öll ævintýri vel. Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er á sama máli Georg.
Guðjón H Finnbogason, 9.4.2008 kl. 18:50
Auðvitað stærri Herjólf,hitt er bara bull.kv
þorvaldur Hermannsson, 9.4.2008 kl. 20:20
Ég hef aldrei skilið þessa hugmynd um Bakkafjöruna. Á þó rætur þar og þykir vænt um mínar A-Landeyjar.
Ef siglt er upp í Bakkafjöri styttist siglingartíminn en aksturinn í bæinn lengist að sama skapi. Uppbygging í Bakkafjöru kostnaðarsöm, aðstöðu þarf að byggja frá grunni, þarf mun minna til í Þorlákshöfinni til að bæta aðstöðuna þar.
Hvað er svona eftirstóknarvert við Bakkafjöruna? Hverjir myndu græða af uppbyggingunni? Ekki Eyjamenn né hinn almenni ferðalangur
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.4.2008 kl. 20:49
Sæll Georg.
Varstu búinn að sjá að undirskriftasöfnun er hafin gegn Bakkafjöru af hálfu Magnúsar Kristinssonar ?
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 10.4.2008 kl. 01:16
Hugmyndin um ferjuhöfn í Bakkafjöru er bara "lélegur BRANDARI" og mér finnst bara skondið að fólk sem ætti nú að vita betur skuli láta einhverja misvitra menn "teyma" sig í átt að þessari "vitleysu" með loforðum um bættar samgöngur.
Jóhann Elíasson, 10.4.2008 kl. 08:09
Jú Guðrún María , og er búinn að skrifa undir .
Georg Eiður Arnarson, 10.4.2008 kl. 08:11
Er hægt að skrifa undir hér í Reykjavik.kv
þorvaldur Hermannsson, 10.4.2008 kl. 12:40
Sæll Georg, ég er nú hjartalega sammála þér með Bakkafjöruhöfn og að sjálsögðu er ég búinn að skrifa undir listan hjá Magnúsi á strondumekki.is
Kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 10.4.2008 kl. 17:42
Benóný, ef þú ætlar að heimsækja Georg og Hönnu og taka svo síðustu ferð í land, þá verður þú að fara strax og höfnin verður klár því mjög líklega fyllist hún af sandi fyrsta veturinn og verður ónothæf eftir það.
Jóhann Elíasson, 11.4.2008 kl. 08:00
Kæri Benoný , væri ekki nær fyrir þig að fá þér bara tuðru eða hjólabát og hætta þessu bulli. Kær kveðja þinn vinur, GEA.
Georg Eiður Arnarson, 11.4.2008 kl. 10:38
Það er nefnilega málið er ég hræddur um Benóný, það verður ekkert hægt að gera í þessu máli. Allt ferlið er komið á lokastig og það er jafnvel í útboðum eitthvað af framkvæmdum. Ég er auðvitað ekki sammála þér um að þetta sé eina nothæfa lausnin, enda held ég að þetta sé versta lausnin, en svona var málið hannað af "frystihúsaíhaldinu" í Eyjum og barið í gegn í þinginu á vordögum, illu heilli.
Ég skrifaði að sjálfsögðu á listann hans Magga, þrátt fyrir að vera ekki alveg sáttur við hausinn á honum, hvar hann kennir þetta rugl við núverandi ríkisstjórn og samgönguráðherra, þar er bara verið að framfylgja lögum sem búið var að samþykkja áður og byrjað að vinna í.
Við verðum bara að bíða og vona, en mér finnst líklegt að það eigi eftir að gráta fækkun daga sem siglt verður og brotthvarf flugs á Bakka, svo dæmi séu tekin.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 11.4.2008 kl. 13:25
Ég er sammála þér Georg en það er fróðlegt að lesa yfir viðtöl við þingmenn Suðurkjördæmisins í Mogganum í morgun en þessi andstaða heimamanna kemur sumum þeim algjörlega í opna skjöldu.
Það er tímabært að Elliði bæjarstjóri endurskoði stefnu sína og biðji í leiðinni Grétar Mar afsökunar á ýmsum stóryrðum í hans garð en viðhorf Grétars endurspegla viðhorf margra Eyjamanna sem þekkja vel til sjósóknar.
Sigurjón Þórðarson, 14.4.2008 kl. 11:06
Það er rétt Sigurjón , en ég er nokkuð viss um að við þurfum að bíða lengi eftir afsökunarbeiðni frá Elliða . kv .
Georg Eiður Arnarson, 14.4.2008 kl. 12:56
Sammála síðustu 6 ræðumönnum( og konu), kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 14.4.2008 kl. 17:27
Sæll Goggi,Ertu að snafsa þig?kv
þorvaldur Hermannsson, 14.4.2008 kl. 20:31
Skál Valdi .
Georg Eiður Arnarson, 14.4.2008 kl. 21:38
Ég er orðin svo þreittur á þessu samgjángnar kjaftæði í Eyjum, er búinn að fá bólur.Það á bara að hafa það eins og í gamla daga 2 Skip á ári, eitt að vori og eitt að Hausti.Þið virðist ekki getað tollað á eyjunni nema í viku í senn,fyrst svo er þá eyjið þið bara að flitja upp á land.Það eru jarðgaung það er Bakkafjara það er Stórskipa höfn,hvorki meira en minna,hvað næst?Nei hafið bara hægar um ykkur þá dugar núverandi Herjólfur.kv
þorvaldur Hermannsson, 14.4.2008 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.