14.4.2008 | 22:00
Bakkafjara
Það má kannski segja sem svo, að loksins séu eyjamenn farnir að ræða samgöngumál sín í alvöru, og þó fyrr hefði verið. Undirskriftarsöfnunin gengur vel, og er ég búinn að skrifa mig og mína fjölskyldu. Að undanförnu hef ég rætt þessa undirskriftarsöfnun við nokkra eyjamenn. Sumir sem hlynntir eru Bakkafjöru hafa gagnrýnt þessa undirskrifarasöfnun fyrst og fremst fyrir það, hvað hún kemur seint fram og aðrir sem jafnvel eru á móti Bakkafjöru hafa jafnvel ekki tekið þátt, vegna þess hvernig hún er sett upp og vegna einhverskonar hræðslu við það, að ef við höfnum Bakkafjöru, þá fáum við ekki neitt. Ég hinsvegar fagna þessari undirskriftarsöfnun, vegna þess að þetta er eini möguleiki okkar til að láta skoðun okkar í ljós og skora ég á eyjamenn að taka þátt, því undirskriftarsöfnunin lýkur á miðvikudaginn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:02 | Facebook
Athugasemdir
Ég er orðinn þreittur á þessu samgángnar kjaftæði þarna í Eyjum,er búinn að fá bólur.Það á að hafa það eins og í gamla daga2 skip á ári,eitt að vori eitt að hausti.Þið virðist ekki getað tollað á eyjunni nema viku í senn,fyrst svo er þá eyjið þið bara að flitja upp á land.Það eru jargaung það er Bakkafjara það er stórskipa höfn,hvorki meira en minna ,hvað næst?Nei hafið bara hægar um ykkur þa mun núverandi Herjólfur duga.Hvað ætlar þú Goggi að vera að snafsa þig leingi,út vikuna??kv
þorvaldur Hermannsson, 14.4.2008 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.