14.4.2008 | 22:21
Bakkafjara framh.
Á eyjar.net er viðtal við fjóra þingmenn okkar sunnlendinga, sem mig langar að tjá mig aðeins um. Fyrir það fyrsta er Grétar Mar samkvæmur sjálfum sér og stefnu okkar í FF. Atli Gísla, VG, er búinn að skrifa undir, enda ekki hlynntur Bakkafjöru. Það vakti hinsvegar meiri athygli mína hinir tveir sem rætt var við. Í viðtalinu við Guðna Ágústsson, Framsókn, þá lýsir hann þeirri skoðun sinni, að það gæti hugsanlega skaðað eyjarnar ef við höfnum Bakkafjöru. Það sem mér þótti merkilegt við þetta, er að um helgina átti ég tvisvar spjall við Framsóknarfólk í eyjum, sem sagði nákvæmlega það sama og Guðni, svo það er nokkuð ljóst að þar á bæ er fólk búið að taka þá ákvörðun að fylgja foringjanum í einu og öllu og hafa enga sjálfstæða skoðun. Hinsvegar eftir að hafa lesið allt viðtalið við Guðna, þá fékk ég það helst á tilfinninguna, að Guðni væri enn að rembast við að verða sætasta stelpan á ballinu.
Árni Johnsen segir, að það sé of seint að breyta nokkru. Ég kann ágætlega við Árna, en ég velti því fyrir mér, að þar sem það var Árni sem árið 1999 setti fram hugmyndir um Bakkafjöru, og það var Árni, sem hefur barist hvað harðast síðustu árin fyrir göngum og það var Árni, sem fór í pontu á Alþingi í des. s.l. og sagði:"Eyjamenn þurfa að fá nýjan Herjólf strax." Þá er kannski engin furða, þó að þessi vinnubrögð séu kannski ekki mjög trúverðug.
Hvort sem Bakkafjara verður eða ekki, þá er það mjög ánægjulegt að við fáum að segja okkar skoðun, en ég ítreka það, að ef Bakkafjara verður að veruleika, þá vona ég svo sannarlega að vel takist til, en þetta er samt að mínu mati, lang lakasti kosturinn af þeim þremur sem hér hafa verið í umræðunni. Flestir þeirra sem ég hef rætt við, og eru mjög hrifnir af þessari hugmynd eru það fyrst og fremst vegna sjóveiki. Sjóveikin er mjög erfið, en að mínu mati, er það ekki nægileg ástæða til að taka þessa áhættu. Vonandi finnum við aðrar og betri lausnir í framtíðinni fyrir þá sjóveiku, ef við berum gæfu til að hætta við Bakkafjöru. Meira seinna .
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Georg, Þeir eru fyrir löngu búnir að ákveða þessar framkvæmdir í Bakkafjöru, því miður. Árni Jonsen getur ekki annað en bullað því hans flokksmaskína hefur ráðskast með þessi mál fram og til baka og svo eru kallar eins og Magnús sem stjórna og ef þeir fá ekki að stjórna þá er eina ráðið að mótmæla á netinu. Kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 14.4.2008 kl. 22:38
Ertu ennþá á því?kv
þorvaldur Hermannsson, 14.4.2008 kl. 22:58
Skál Valdi. higg . kv .
Georg Eiður Arnarson, 14.4.2008 kl. 23:06
Nei Goggi ekki frameftir allri viku.Nu skrúfar þú tappan í.ha ha ha.kv
þorvaldur Hermannsson, 14.4.2008 kl. 23:07
Ég sendi AA félaga til þín.kv
þorvaldur Hermannsson, 14.4.2008 kl. 23:43
Við höfum þetta ekkert hátt,þetta er bara milli okkar.Skál, kv
þorsteinn þorvaldsson (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 01:15
Goggi minn þú byrjarðir.kv
þorvaldur Hermannsson, 15.4.2008 kl. 01:22
Eyjamenn fóru nokkuð seint af stað með mótmælin, ég er ansi hrædd um að Bakkafjara hafi verið ákveðin fyrir löngu síðan. Það virðist ekki skipta máli þó sá lendingarstaður sé síðri en Þorlákshöfn og hætt við að fleiri ferðir falli niður en ella. Er það ekki Rangárþing eystra sem kemur til með að hagnast mest á Bakkafjörunni?
Málið er í öllu falli hápólitískt, hvað Eyjamönnum kemur best, virðist vera aukaatriði eða hvað?
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.4.2008 kl. 01:28
Rangarþing fyrir mestu tjóninu af Bakkafjörunni.Veistu hvort runnið er af Gogga.kv
þorvaldur Hermannsson, 15.4.2008 kl. 01:48
Auminga Goggi að vera í þeinkunni múna.kv
þorvaldur Hermannsson, 15.4.2008 kl. 02:03
Sæll Georg
Já sem betur fer eð búið að taka ákvörðunina fyrir löngu síðan.
Kv.
Pétur
Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 00:01
Ekki þykir mér gæfulegt að lesa viðtalið við bæjarstjórann ykkar, á Eyjar.net, þar sem hann er orðinn svo rökþrota varðandi Bakkafjöruhöfn að hann "lýgur" upp "mótrökum".
Jóhann Elíasson, 16.4.2008 kl. 10:14
Er hann ekki framtíðarmaður í pólitík? Hann verður að kunna að ljúga maðurinn hann verður ekki nothæfur þarna öðruvísi?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.4.2008 kl. 10:57
Já "bæjarstjórinn "lýgur" upp "mótrökum"". Geturu nefnt þær lygar sem hann notar í sínum rökþrota mótrökum?
Hvað með lygarnar á undirskriftalistanum.
"Þeir sem þekkja til á svæðinu telja þá hugmynd fráleita og algerlega óraunhæfa af ýmsum ástæðum."
Hverjir eru það? Jú örugglega einhverjir reyndir sjómenn af bátum frá Vestmannaeyjum og aðrir sem þekkja þetta svæði.
Hvað með þá reyndu sjómenn sem segja þetta sé góður valkostur, Sverrir Haralds. Bragi Steingríms, Jarl Sigurgeirs. ofl. Þekkja þeir þetta svæði þá ekki neitt? LYGI
"Líkur eru á jafnvel enn fleiri ferðir milli lands og Eyja falli niður en raunin er í dag."
Já ferðirnar verða líklega fleiri því ferðirnar verða fleiri á dag heldur en núna, en samkvæmt skýrslunni er gert ráð fyrir því að dagarnir sem falla út verði svipaðir að tölu.
"... ljóst er að siglingin mun taka 40 mínútur"
Hvar kemur það fram? Í skýrslunni kemur fram 30 mínútur. Er bara svona slumpað á þetta? Siglingin milli bryggja er áætluð 20 mínútur og 10 mínútur í að binda og losa skipið. LYGI
"þá tekur við akstur á einum af hættulegri vegum landsins í tæpar 2 klukkustundir"
Halló halló. Hvar hefði gangnamuninn verið staðsettur? Á svipuðum stað. Hefðum við þá átt að sleppa því að tala um jarðgöng á sínum tíma af því að vegurinn til Reykjavíkur væri svo hættulegur?
Hvað eru tæpir 2 tímar? Einn og tuttugu eða einn og þrjátíu? Ef þú ætlar að vera í tvo tíma til Reykjavíkur þá þyrftir þú að keyra á um 65 kmh. Ef við keyrðum á hraðanum hans Magga þá værum við í 45 mínútur til Reykjavíkur frá Þorlákshöfn í gegnum Þrengslin.
"Til samanburðar má geta þess að sigling með Herjólfi milli lands og eyja tekur í dag 2 klukkustundir og 45 mínútur."
Já plús 45 mínútur að keyra á 65 kmh. Eða frá eyjum til reykjavíkur á nýrri, öflugri, hraðskreiðari, stærri, betri, frábærari ferju á 2 tímum og 45 mínútum. Ekki satt?
Nú ríður á að við stöndum saman um BÆTTARI samgöngur milli lands og eyja. Ekki nýjan Herjólf mill eyja og Þorlákshafnar því þá erum við að hjakka í sama farinu og við höfum gert í hálfa öld.
Með tilkomu núverandi Herjólfs á sínum tíma þótti okkur bæjarbúum það vera mikil bylting. Hann var þrjátíu mínútum sneggri en sá sem á undan var (sá hvíti). En hvað finnst okkur núna? Er það ekki aðalatriðið að verja sem styðstum tíma okkar á sjó. Ef ekki, afhverju þá ekki bara að sigla til Reykjavíkur til að losna við að keyra á þessum stórhættulegu vegum okkar.
Þórir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 13:26
Sæll Þórir ,já það eru skriftar skoðanir um Bakkafjöru , en þar sem þú nefnir 3 þekkta sjómenn ( og fyrrverandi sjómann sem eitt sinn var á sömu skoðun og ég ) úr eyjum þá vill ég taka það fram að þó reynsla þeirra væri öll lögð saman þá tel ég mig samt hafa helmingi meiri reynslu af Bakkafjöru heldur en þeir allir saman en um það má að sjálfsögðu deila .
Varðandi aksturinn á höfuðborgarsvæðið þá er alveg rétt að þú getur ekið þetta einum og hálfum tíma , en um hávetur og í snjókomu þá veit ég það af reynslu að aksturinn getur tekið tvo og hálfan til þrjá tíma og leiðin er mun hættulegri heldur en með Herjólfi .
Varðandi undirskriftarlistann þá marg skoraði ég á bæjarstjórann um að leifa okkur að kjósa um samgöngur okkar en hann hefur enn ekki séð ástæðu til að svara því . kv .
Georg Eiður Arnarson, 16.4.2008 kl. 14:31
Þórir, þú hlýtur að vera á einhverjum sterkum lyfjum eða gjörsamlega heilaþveginn nema hvorttveggja sé. Ætlarðu virkilega að halda því fram að Suðurlandsvegurinn sé í stakasta lagi eða eins og bæjarstjórinn sagði "einhver besti vegur landsins" (þar kom bara ein lygin hans). Og það að bera saman siglingu á Herjólfi í dag og ferju sem á að hefja siglingar eftir 3 - 4 ár er eins og að bera saman appelsínu og vínber. Svo ætla ég að benda þér á það að fá stærri og öflugri Herjólf væri ekki að hjakka í sama farinu og síðastliðin 50 ár en ferjuhöfn í Bakkafjöru væri sannarlega ekki að hjakka í sama farinu og síðastliðin 50 ár, heldur yrði þar um stórfelda afturför að ræða því þá yrðu Vestmannaeyingar komnir á sama stað og þegar var farið að berjast fyrir samgöngum milli Lands og Eyja.
Jóhann Elíasson, 16.4.2008 kl. 20:29
Jóhann, þú hlýtur að vera fávís eða bjáni nema hvorttveggja sé þ.e.a.s. fábjáni. Hafir þú ekki betri rök til að hrekja það sem ég skrifaði, þá ætla ég sko sannarlega að vona að einhver af þeim liðlega 3000 manns sem skrifa hafa undir þennan "ströndum ekki" lista hafi þau.
Og hver er þá rökþrota?
Getur þú nefnt mér betri veg? Ef við hefðum göngin, hefðum við þá ekki þurft að keyra þennan sama "stórhættulega" veg? Er einhver vegur hættulaus?
Ég er ekki á sterkum lyfjum og ég er ekki heilaþveginn. Það er staðlausar staðhæfingar sem svo sem koma mér ekki á óvart miðað við þær fullyrðingar sem ég hef séð frá þér og öðrum sem finna þessari Bakkafjöru allt til foráttu.
Kannski maður þurfi sterk lyf eða heilaþvott til þess að rökræða við þig hr. Jóhann, svo lágkúruleg eru skrif þín.
Þórir (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 21:29
Það eru allar athugasemdir velkomnar á bloggið mitt , en ég bið menn endilega að ganga ekki of langt og ekki vera með uppnefni , mér þætti það miður að þurfa að neita einhverjum um að skrifa á síðuna mína .
Muna strákar , anda með nefinu . kv .
Georg Eiður Arnarson, 16.4.2008 kl. 21:50
Fyrirgefðu Georg minn, það er alveg rétt að það ætti að athuga orðbragðið betur.
Jóhann Elíasson, 17.4.2008 kl. 14:45
Og hvar eru rökin?
Þórir (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 17:30
Þórir,ég sé ekki nokkra ástæðu til þess að reyna að rökræða við þig, miðað við fyrri skrif þín get ég ekki séð að þú takir nokkrum rökum, hver svo sem þau eru og því læt ég þessu lokið.
Jóhann Elíasson, 17.4.2008 kl. 18:01
Það er erfitt að taka á móti rökum sem ekki hafa komið.
Þú segir:
"Ekki þykir mér gæfulegt að lesa viðtalið við bæjarstjórann ykkar, á Eyjar.net, þar sem hann er orðinn svo rökþrota varðandi Bakkafjöruhöfn að hann "lýgur" upp "mótrökum"".
Hvar eru lygarnar?
Á haus undirskriftalistans eru staðhæft:
"... ljóst er að siglingin mun taka 40 mínútur" Segir ekki í skýrslunni að það taki 30 mínútur?
"Þeir sem þekkja til á svæðinu telja þá hugmynd fráleita og algerlega óraunhæfa af ýmsum ástæðum." Hér er staðhæft að allir þeir sem þekkja til á svæðinu telji bakkafjöru fráleita og algerlega óraunhæfa af ýmsum ástæðum. En þeir sem þekkja til á svæðinu og segja höfnina alls ekki fráleita og algerlega raunhæfa? Ég þekki marga og veit um fleiri.
"þá tekur við akstur á einum af hættulegri vegum landsins í tæpar 2 klukkustundir" Fyrir utan það að þú þyrftir að aka á um 65 kmh til að ná að verða 2 tíma í bæinn þá er þessi vegur ekki hættulegri frekar en hvaða þjóðvegur sem er, frekar er hann hættuminni sökum legu hans á láglendi.
Ef þú sérð ekki ástæðu til þess að hrekja það sem ég hef skrifað og rökstyðja staðhæfingar þínar um að bæjarstjórinn hafi verið að ljúga, þá vil ég benda þér á að fara í alvarlega naflaskoðun og athugaðu hvort þú sért ekki grýtandi steinum úr glerhúsi. Hver er að ljúga og hver er rökþrota?
Þórir (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 16:53
Sæll Þórir , þetta eru svo sem ágætis rök hjá þér en hvort siglingin tekur 30 eða 40 mínútur finnst mér ekki skipta máli , það er einungis reynslan sem mun sína okkur hvernig þetta verður og það sem stendur í þessari skírslu þarf ekki að vera einhver heilagur sannleikur .
Varðandi trú þeirra sem svæðið þekkja best þá held ég að flestir hafi ekki trú á þessu , en það kemur þá bara í ljós .
Ef ég man rétt þá held ég að Suðurlandsvegurinn sé sá landsbyggðarvegur þar sem flest slys verða , en frá því að fyrsti Herjólfur kom (1959 ) þá hefur aðeins einn maður látist og var það ofurölvi unglingur á leið á þjóðhátíð sem kastaði sér í sjóinn .
Og eitt enn , það mun taka okkur einn og hálfan tíma að keyra í bæinn við bestu aðstæður en allt að þrjá tíma við verstu aðstæður . kv .
Georg Eiður Arnarson, 18.4.2008 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.