Hann er kominn

Ég fór út að ganga eftir kvöldmat, bæði til andlegrar og líkamlegrar hressingar. Eftir að hafa gengið nokkra stund, hringir gemsinn allt í einu og á skjánum stendur, leynilegt númer. Þegar ég svara, segir örlítið æst rödd:" Hann er kominn" og bætir svo við: "Ég er búinn að sjá 6-8 fljúga upp Kaplagjótuna." og bætir svo við:"Þarna kemur einn feitur og fallegur fljúgandi." Þarna var kominn vinur minn Þórarinn Sigurðsson að segja mér frá því, að lundinn væri kominn til eyja. Ég hef það fyrir vana, að bjóða gleðilegt sumar þegar lundinn kemur, en ekki fyrr en hann sest upp í Heimakletti, en það ætti að gerast í vikunni. Síðustu 25 árin hefur lundinn alltaf sest upp í Heimaklett á tímabilinu 13-17 apríl, ef undanskilið er síðasta ár, þar sem hann kom ekki fyrr en 27. apríl í Heimaklett.

Næsta sunnudag verður haldin ráðstefna, þar sem fjallað verður um lundann og sílið við Vestmannaeyjar. Fundurinn er haldinn af Náttúrufræðistofu Suðurlands og á þar að taka ákvarðanir um hugsanlegar veiðar á lunda í sumar. það mun ekki koma mér á óvart, þó að tillögur rannsóknaraðila fælu í sér að ekki væri óhætt að veiða lunda, þrátt fyrir að jafnvel elstu menn í eyjum hafi aldrei séð jafn mikið af lunda og s.l. sumar. Kannski má setja þetta upp á svipaðan hátt og t.d. fiskifræðin, þar sem sjómenn sjá fullan sjó af fiski út um allt, en fiskifræðingar sjá engan fisk, enda er það staðreynd, kannski því miður, að því dekkra sem útlitið er, því meiri fjármunir fást í rannsóknir, en það kemur allt í ljós.

Það er ekkert nýtt að sérfræðingar finni engan fisk og vilji stjórna veiðum, það er heldur ekkert nýtt að aðilar sem stunda rannsóknir á fuglaveiðum, vilji reyna að hafa áhrif og stjórna veiðunum. Fyrir mitt leiti hljómar þetta svolítið eins og setning, sem ég hef heyrt ansi oft í vetur í umræðunni um Bakkafjöru, þ.e.a.s. "Ég hef ekkert vit á þessu, ég bara treysti sérfræðingunum." Vonandi eru sérfræðingar Siglingamálastofnunnar eitthvað skárri en sérfræðingar Hafró. Meira seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Gleðilegt sumar

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 16.4.2008 kl. 00:06

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góður pistill Georg.

Þegar ég sá fyrirsögnina þóttist ég vita um hvern þú værir að ræða þ.e lundann blessaðan.

Já sérfræðin eru ágæt í sjálfu sér svo langt sem þau ná vissulega en þau eru einnig undirorpin vafa og verða að þola gagnrýni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.4.2008 kl. 01:56

3 Smámynd: Magnús Bragason

Þarna erum við sammála Goggi.

Eftir því sem þeir mála ástandið dekkri litum, þeim mun meira fjármagn fá þeir.

Það er hægt að tala hlutina í þann farveg að þeir sýnast verri en þeir í raun eru!

Magnús Bragason, 16.4.2008 kl. 11:59

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er rétt Gerg, það virðist vera = á milli hækkaðra fjárveitinga og svartagallsrauss sérfræðinga. Það er stundum eins og pólitíkusar vilji laga á sér andlitið með að moka meiri peningum í hlutina og þessvegan grenja "sérfræðingarnir" stöðugt hærra.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.4.2008 kl. 12:22

5 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Sæll Goggi,Þú sendir nú honum vini þínum í Reykjavík 20 stikki (reykta) í Sumar,kv

þorvaldur Hermannsson, 16.4.2008 kl. 18:01

6 identicon

Er þetta ekki bara draumur eða óskhyggja hjá honum Tóta með að hann hafi séð lundann fljúga upp Kaplagjótuna, er þetta ekki bara eins og með Bakkafjöruna ????  Lundakarlar hafa verið út og suður að kíkja eftir lundanum og bíða spenntir eins og undanfarin ár en hafa ekki orðið varir enn, en alltaf er Tóti sjálfur á réttum stað og stundum Diddi í Svanhól með honum og hann og stundum þeir saman sjá þá fyrstu koma. Eins og þú veist Goggi er ekki alltaf að marka þá í Elliðaey.

Heyrðu, þú verður að lesa viðtalið við Erp, fuglafræðing í nýjustu Fréttum, þú verður ekki ánægðu með það. En við verðum bara að vona það besta og allt gangi upp hjá okkur vegna komandi lundavertíðar þ.e. nóg verði af síli og að lundinn komi pysjunni upp í milljóna tali.

Kv.

Pétur Steingríms.

Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 21:45

7 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Pétur , ég hefði getað sagt þér skoðun Erps fyrir nokkrum árum síðan , enda er hann bara eins og flestir sérfræðingar , alltaf tilbúnir með dómsdagsspána og alltaf tilbúnir að rannsaka málið betur það vantar bara meiri pening til þess . kv .

Georg Eiður Arnarson, 16.4.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband