Herjólfur

Er að fara í bæinn á eftir en kem aftur í kvöld ef þjóðvegurinn (Herjólfur ) bilar ekki .

UNDIRSKRIFTARSÖFNUN ER FORMLEGA LOKIÐ OG SKRIFUÐU TÆPLEGA 3200 UNDIR ,þetta er ágætis þátttaka en það vakti athygli mína hversu margir vildu ekki skrifa undir vegna jafnvel hina undarlegustu ástæðna . Vilji eyjamanna mun aldrei koma fram nema með nafnlausri kosningu en eins og svo oft hefur komið fram þá hefur bæjarstjórinn ítrekað hafnað kosningu .

Það sem vekur mesta athygli mína við hugmynd eyjamanna um bakkaferju er að skyndilega eru menn hættir að tala um 62 metra skip og farnir að tala um 69 metra skip , ég er að hugsa um að klappa sjálfum mér á bakið fyrir það .

 það er stór dagur í dag þegar tilboð verða opnuð , en frekar dapurt að aðeins tveir aðilar hafa áhuga en það góða er að eyjamenn hafa 50% líkur fyrir því að ráða yfir þessu , ef við fáum þetta þá ætla ég rétt að vona að við séum ekki að skjóta okkur í lappirnar . Meira seinna .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 "það vakti athygli mína hversu margir vildu ekki skrifa undir" segir þú hér fyrir ofan. Hvar kom það fram þ.e að margir vildu eki skrifa undir ? Og hvaða undarlegu ástæður eru það ? Hehe þætti gaman að sjá undirskrifta lista sem væri nafnlaus. Hafðu góða ferð

Halldór (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 10:06

2 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Sammála Haldór.Af hverju vildi fólk ekki skrifa undir,svar óskast Goggi ef eitthvað er.kv

þorvaldur Hermannsson, 17.4.2008 kl. 22:44

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sælir strákar , Halldór ég sagði nafnlausa kosningu , margar ástæður voru nefndar sem ástæða fyrir því að fólk vildi ekki skrifa undir , meðal annars þessar ,málið er gengið of langt , þetta kemur alt of seint fram ,einnig hafði áróður stuðningsmanna Bakkafjöru sitt að segja því enginn veit í raun hvort Bakkafjara verði okkur til góðs eða ekki , þar að auki er sjóveikin erfið og vel skiljanlegt að styttri sigling sé freistandi . Einn kunningi minn orðaði þetta svona " er ekki bara alt of markir eyjamenn sem láta stimpilinn sem sumir þeirra fengu í fæðingu ráða , það er að segja XD á hægri rasskinnina " ? . kv .

Georg Eiður Arnarson, 17.4.2008 kl. 23:26

4 identicon

Já ok en hvar kemur þetta fram ? þ.e að margir hafi ekki viljað skrifa undir. Eða er þetta bara orðið á götunni ? Getur það hugsanlega líka verið ástæða að fólk vilji Bakkafjöru-höfn  og þar af leiðandi ekki skrifað undir ?

Ahh sá það ekki í fljótfærni minni að þú hefðir skrifað kosningu. En það er allt önnur ella.

Halldór (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 23:53

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Georg.

Upplýsingar þínar um ölduhæð í Bakkafjöru hafa uppfrætt margan manninn, og fengið menn til að hugsa, það er dagljóst.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.4.2008 kl. 01:13

6 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Nokkuð verið að skála?kv

þorvaldur Hermannsson, 18.4.2008 kl. 01:23

7 identicon

Georg. Hvað hringdir þú í marga og baðst þá um að skrifa undir listann ??

Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 01:43

8 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Pétur , Sem formaður FF í eyjum þá hafði ég fyrst og fremst samband við þau en ég hef ekki leifi til að gefa upp fjöldann en að sjálfsögðu tekur ákveðin tíma að ná í alla .

 Halldór , öll bæjarstjórnin styður Bakkafjöru ( þó sumir séu efins ) þess vegna er þátttakan í undirskriftarsöfnuninni mjög merkileg , en að sjálfsögðu er þetta líka ein aðal ástæðan fyrir því að margir skrifuðu ekki undir . kv .

Georg Eiður Arnarson, 18.4.2008 kl. 08:23

9 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

ekker verið að fá sér,kv

þorvaldur Hermannsson, 18.4.2008 kl. 23:33

10 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Herjólfur hefur ekki bilað mikið,þannig að þú mátt ekki tala svona.kv

þorvaldur Hermannsson, 19.4.2008 kl. 00:39

11 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll Georg minn. Kem bara til að kasta á þig kveðju.

Þorkell Sigurjónsson, 19.4.2008 kl. 05:10

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

69 metra skip? Nákvæmt skal það vera. Af hverju ekki 70 metra skip?

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 11:51

13 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Steini, Snúningshringurinn í Landeyjarhöfn á að vera að hámarki fyrir 70 metra skip er mér sagt , en samgönguráðherra var með í sínum bæklingi 62 metra skip en þetta skírist á næstu árum hvort þetta gengur eða ekki . kv .

Georg Eiður Arnarson, 19.4.2008 kl. 15:28

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ókei, ég skil!

Þorsteinn Briem, 20.4.2008 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband