23.4.2008 | 14:46
Bakkafjara
Í janúar s.l. skrifaði ég grein, sem ég kallaði mína lokagrein um Bakkafjöru, sem tókst reyndar ekki alveg og spurning, hvort það þýði nokkuð að reyna aftur, en ég ætla að reyna.
Ég tók eftir því í morgun að flest fiskiskip voru á sjó, Herjólfur fór samkv. áætlun, en á sama tíma eru austan 20 á höfðanum og mikið sand og moldrok inn í Bakkafjöru, svo óljóst er, hvort fært sé þar, en það kemur þá bara í ljós. Þegar maður vegur saman þessar tvær samgöngubætur, nýjan Herjólf í Þorlákshöfn eða Bakkafjöru, þá getur maður vel sett sig í spor þeirra, sem hlynnt eru hvoru tveggja fyrir sig. Það er t.d. vel skiljanlegt að fólk sem er mjög sjóveikt og sjóhrætt, sé hrifið af þessari hugmynd að vera aðeins innan við hálftíma á sjó. þessu fylgir hinsvegar sá galli, að þá þarf að keyra restina af vegalengdinni, miðað við að flestir séu að fara á höfuðborgarsvæðið. Með nýjum Herjólfi á sömu leið, en í gegnum Þorlákshöfn, skipi sem færi þá leið á 11/2 - 2 klukkutímum, er einnig mjög vel skiljanlegt, því þá sleppur fólk við aksturinn, og fyrir þá sem eru ekki sjóveikir er mjög þægilegt að geta fengið sé smá auka kríu á leiðinni. Þegar þessi umræða hófst, var nýr Herjólfur gagnrýndur með því að láta reikna út vafasamt áhættumat fyrir siglingaleiðina, en ég hef tekið eftir því, að eftir að ég fór að tala um áhættumat, þar sem vegirnir væru teknir inn í matið, þá heyrist varla orð um áhættumat. Einnig hef ég tekið eftir því, að fleiri og fleiri eyjamenn gera sér orðið grein fyrir því, að frátafir í Bakkafjöru verða að öllum líkindum töluvert fleiri en í Þorlákshöfn (gott dæmi er sandrokið í austan áttinni þessa dagana). En vonandi tekst Landgræðslustjóra að hefta það eitthvað, en um það eru margir efins.
Nú er orðið ljóst, að aðeins Vestmannaeyjabær hefur áhuga á að taka við rekstri þessa nýja skips og nýju hafnar og í raun og veru finnst mér eiginlega alveg með ólíkindum, hvað bæjarstjórnin okkar er tilbúin að ganga langt, en kannski tengist þetta eitthvað skrifum bæjarstjórans okkar frá því í haust, þar sem hann lýsti því yfir, að hann hefði nú lent í því að vera sjóveikur um borð í Herjólfi með börnin sín sjóveik. Auðvitað er það óskemmtileg reynsla, en ég ætla rétt að vona það, að það sé ekki eina ástæða hans, og í raun og veru efast ég um það, því að mér finnst orðin ansi sterk pólitísk lykt af þessu öllu saman.
Að lokum eitt sjónarmið, sem mér var sagt í morgun. Nokkrir stuðningsmenn Bakkafjöru hafa líkt gagnrýni á Bakkafjöru á við gagnrýnina sem kom fram, þegar gerð Hvalfjarðarganga hófst, en það er svolítið merkilegt, ef við skoðum það aðeins nánar, að í Hvalfirðinum gerðu menn göng til að losna við hættulegan veg, en í Bakkafjöru eru menn að gera höfn, sem lengir verulega akstur eyjamanna á hættulegum vegi.
Ég ætla að reyna að minnka skrif mín um Bakkafjöru, enda tel ég mig ekki vera í einhverri hatrammri baráttu gegn þessu, en mín skoðun er þó óbreytt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Facebook
Athugasemdir
Georg, hverir eru þessir stuðningsmenn Bakkafjöru ? Þora þeir að koma fram ?
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 23.4.2008 kl. 16:39
Georg ég setti fram hugmynd á sínum tíma að Lóðsin (eða einhver annar vel búinn bátur) færi samtímis herjólfi af stað alla daga í einhvern ákveðinn tíma áleiðis að fyrirhuguðu ferjustæði við Bakkafjöru. Með þessu móti væri hægt að sjá hvað er verið að bjóða uppá í stað hinnar leiðarinnar. Þetta yrði svo allt skrásett og borið saman eftir þann tíma. Með þessu móti væri komin grundvöllur til að byggja á skoðanir á um vonda eða góða höfn.
Það er eitt videó til af ferð Lóðsins þarna en ég veit ekkert hvaða veður og sjólag er á hinni hefbundnu leið Herjólfs á sama tíma og þætti það gaman til samanburðar..
En vonum bara að þetta bakkabræðra fjör virki nú allt saman þó ég sé á móti því
Stefán Þór Steindórsson, 23.4.2008 kl. 16:50
Sæl Þóra , stuðningsmenn Bakkafjöru eru fyrst og fremst ( að mínu mati ) harðir stuðningsmenn núverandi bæjarstjórnarmeirihluta og hafa nokkrir þeirra skrifað greinar í eyjablöðunum að undanförnu , en að sjálfsögðu má finna fólk úr öllum flokkum sem hafa lent illa í sjóveikinni .
Sæll Stefán , mín tilfinning er sú að það sé langur vegur frá því að rannsóknum í Bakkafjöru sé lokið þess vegna hef ég kallað þetta pólitík , það er svo sem ekkert nýtt að íhaldið taki einhverja ákvörðun og hún standa alveg sama hvað . Sammála þér með þetta síðasta . kv .
Georg Eiður Arnarson, 23.4.2008 kl. 17:06
Sæll Georg og þið hin
Bara svona í tilefni umræðunnar að þá er ég stuðningsmaður bættra samgangna til og frá Vestmannaeyjum og þar af leiðandi Bakkafjöru ,ég er enginn sérstakur stuðningsmaður Bæjarstjórnar VM og ekki er ég heldur tengdur einn eða neinn hátt í Sjálfstæðiðflokkinn.. Hef í rauninni kosið ýmsa flokka frá því að ég fékk kosningarétt fyrir nokkrum kosningum síðan, bara sem að mér finnst henta mér og mínum nánustu best...:)
kv Huginn
Huginn Helgason (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 19:42
Sæll Huginn , eins og ég hef oft skrifað áður þá er það álitamál hvort samgöngur okkar muni batna með Bakkafjöru , við vitum hinsvegar hvað Stærri og gangmeiri Herjólfur myndi gefa okkur .
Spurningin sem ég hef reynt að svara undanfarið ár er hvor þessi framkvæmd í Bakkafjöru sé þess virði að fara í miðað við allar efasemdirnar sem ég hef fengið og svar mitt er nei . kv .
PS, Huginn þetta með "mitt mat " er ekki ylla meint enda efast ég ekki um að þú skoðir vel og vandlega stefnuskrá FF.
Georg Eiður Arnarson, 23.4.2008 kl. 20:04
Tjahh þar sem að ég er ekki mótfallinn Bakkafjöru, þá ætti ég nú að teljast einn þessara stuðningsmanna.
Ég ætla að byrja á því að segja það að ég er ekki flokksbundin neinum flokki hérna og hef ég ekki í hyggju að gefa neitt meira um það hvevrja ég kýs, þar sem að það er jú, mitt einkamál.
Ég er nú einn þeirra sem að hafa verið að bera saman gagnrýni á bakkafjöru og hvalfjarðargöngunum.
en þar hef ég líka aldrei verið að tala um samanburð á vegum (og nú er hvalfjörðurinn nú töluvert hættulegri og verri vegur en þjóðvegur 1 um suðurland, og var það einnig á þeim tíma áður en göngin voru tekin í gegn)
það sem að ég hef verið að bera saman, það er það að út um allan bæ þá hafa menn (þú þar á meðal) sjálfskipað sig sem sérfræðinga sem að tekst að finna þessu verki (og gögnunum á sínum tíma) allt að foráttu og segja ekki nokkurn einast möguleika á því að þetta geti gengið.
ég veit ekki betur en að þeir sérfræðingar sem að sáu um hvalfjarðargöngin hafi haft alveg rétt fyrri sér, og égætla mér allavega að treysta á þá sérfræðinga sem að sjá um bakkafjöru.
Menn eru alltaf að tala um að það sé ekki hægt að byggja höfn á sandi (margir sagt "á sandi byggði heimskur maður hús") en ég veit ekki betur en að við báðar hafnirnar sitthvoru megin við tilætlaða bakkafjöru séu báðar byggðar á sandi, tjahh og þar að auki stór hluti hafna í Danmörku.
nú var ég reyndar aldrei sérstakur stuðningsmaður bakkafjöruhafnar, en ég tel þetta í dag vera ágætis kost.
úr því að þú ert nú mikill stuðningsmaður þess að fá stærri og gangmeiri herjólf sem að á að ganga til Þorlákshafnar, þá hef ég nú nefnt það áður að það er stærðin á herjólfi sem að hefur orðið þess valdandi að sumar ferðir hafa fallið niður þangað.
sumir vilja alls ekki bakkafjöru vegna möguleikanum á því að þar verði síðar byggð stórskipahöfn, en málið er bara að ef að það ætti að fá stærri herjólf þá þyrfti að stækka höfnina í þorlákshöfn, og hvað yrði þá gert ? gerð stórskipahöfn þar, og hvers bættari værum við þá hérna í eyjum ?
fyrir utan það að menn vilja gangmeiri herjólf og væntanlega á sama tíma lækka gjöldin, en einsog var bent á í síðasta blaði frétta þá þyrfti ´hemju olímagn til þess að fara þarna á milli á 2 tímum og undir því, og þar að auki get ég ekki séð (nú ætla ég að vera sjálskipaður sérfræðingur) að sú áætlun geti staðist nema í örfáa mánuði á ári.
Með kveðju.
Árni Siguður Pétursson
Árni Sigurður Pétursson, 23.4.2008 kl. 20:17
Sæll Árni , þarna ertu nú komin svolítið framúr sjálfum þér , sjálfskipaður sérfræðingur er ég ekki og í sjálfu sér efast ég ekki um það að þarna sé hægt að gera höfn , en varðandi sjólagið þarna , straumana , vindinn , sandburðinn , sumt af þessu þekki ég mjög vel og betur en margir sem hafa þó talað háum rómi bæði með og á móti Bakkafjöru .
Spurningin sem ég hef alltaf viljað leita svara við er hvaða kostur er bestur fyrir okkur , ekki hvað ríkið er tilbúið að láta okkur fá , ég hef einfaldlega viðurkennt það að þó ég sé enginn sérstakur gangasinni þá eru göng einfaldlega besti kosturinn fyrir okkur , en þangað til þurfum við nýjan Herjólf , og mundu það Árni , verði farið í Bakkafjöru þá fáum við aldrei göng . kv .
Georg Eiður Arnarson, 23.4.2008 kl. 21:24
Sæll Georg, ég sé að þú skrifar um vegina til Reykjarvíkur eins og þeir séu hættulegri en aðrir vegir á landinu, ég er næstum því viss um það að vegir í höfuðborginni eru hættulegri en vegir á suðurlandi, þar sem ég keyri um margoft á sumri.
En hitt er annað mál Georg að þetta svokallað hættumat er nú svolítið málum blandið, ég veit það að myndbandið sem er tekið um borð í Lóðsinum var tekið í betra veðri en var farinn daginn eftir, þá fengu þeir miklu verra brot á sig en var tekið upp daginn áður, annar lóðsmaðurinn sagði mer þetta á Esso í morgunn. Það verður gaman að fylgjast með framvindu mála, kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 24.4.2008 kl. 00:39
Sæll Benoný , ég endurtek enn einu sinni " ef vegirnir eru teknir inn á áhættumatið þá er Bakkaleiðin hættulegri " þetta er bara staðreynd . kv .
Georg Eiður Arnarson, 24.4.2008 kl. 10:10
Gleðilegt sumar Georg, lundinn veit sínu viti, en var hann ekki viku á undan áætlun!
Ester Sveinbjarnardóttir, 24.4.2008 kl. 13:35
Gleðilegt sumar Georg og takk fyrir bloggveturinn!
Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.4.2008 kl. 13:49
Takk fyrir og sömuleiðis , nei Ester hann var nokkurn vegin á áætlun .
Georg Eiður Arnarson, 24.4.2008 kl. 14:44
Kæri bloggvinur: Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar
Sigurður Þórðarson, 24.4.2008 kl. 14:54
GLEÐILEGT SUMAR KÆRI BLOGGVINUR OG BESTU ÞAKKIR FYRIR VETURINN. MEGI SUMARIÐ VERÐA ÞÉR OG ÞÍNUM GOTT.
Jóhann Elíasson, 24.4.2008 kl. 16:50
Takk fyrir og sömuleiðis, öll.
Georg Eiður Arnarson, 24.4.2008 kl. 17:25
Sæll Georg og gleðilgt sumar!Mín spá er sú að þeir bisi við að byggja þessa höfn 2-3 ár en gefist svo upp.Veður,straumur,sandur sjái fyrir því.Og þá sitjið þið(ég hugsa að ég verði þá dauður!!!!)uppi með Herjólf sem í dag siglir.En ég vona svo sannarlega að ég verði ekki sannspár.Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 24.4.2008 kl. 21:16
Sæll Óli minn , ég ætla rétt að vona að þú eigir mörg ár eftir , mér segir svo hugur að það sé nú seigt í kallinum .
Varðandi Bakkafjöru , þá ætla ég rétt að vona það að ef þetta fer á versta veg þá verði þeir sem bera ábirgðinna kallaðir til ábirgðar. kv .
Georg Eiður Arnarson, 24.4.2008 kl. 21:32
Heill og sæll Georg.
Sigurður Þórarinsson
Sigurður Þórarinsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 23:46
Sammála Sigurði, með sumar kveðju.
Helgi Þór Gunnarsson, 25.4.2008 kl. 21:27
Sæll Sigurður ,ég get nú ekki tekið undir þetta með þér , en vona svo sannarlega að Bakkafjara verði okkur til hins betra . Mín afstaða er óbreitt , af þeim þremur valkostum um bættar samgöngur þá er Bakkafjara lang versti kosturinn og í raun eini kosturinn sem getur skaðað okkur varanlega .
Þess vegna segi ég , hætta við Bakkafjöru , stærri og gangmeiri Herjólf og svo göng eftir ca 10 til 15 ár . kv .
Georg Eiður Arnarson, 26.4.2008 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.