Fundur hjá Frjálslyndum

Var haldinn föstudaginn 25. apríl 2008 á Café Kró í Vestmannaeyjum. Fundurinn var ekki fjölmennur en góður, en það vakti athygli mína að enginn fréttamaður frá bæjarblöðunum í eyjum sá ástæðu til að mæta (en þáðu þó greiðslu fyrir að auglýsa fundinn), en væla svo reglulega yfir því að þingmennirnir láti aldrei sjá sig í eyjum, en það er nú svo, það er víst ekki sama hvaða flokkur á í hlut.

27. apríl 2008 092

Á fundinn komu, frá vinstri; Guðrún María Óskarsdóttir, nýráðin aðstoðarmaður Grétar Mars, Grétar Mar Jónsson, þingmaður, Hanna Birna Jóhannsdóttir, varaþingmaður og Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður og formaður Frjálslynda flokksins.

Fundurinn var mjög skemmtilegur og athyglisverður og áttu bæði Grétar og Guðjón Arnar mjög athyglisverðar ræður, ég hafði beðið þá um að koma sérstaklega með þeirra sjónarmið varðandi hugsanlega inngöngu í ESB og áhrif þess á Vestmannaeyjar og eftir á að hyggja, held ég að kröftug ræða Guðjóns Arnars hefði jafnvel snúið hinum versta krata frá því að sækja um inngöngu í ESB, en að sjálfsögðu þarf að ræða málið.

Stærsti hluti fundarins fór eins og vanalega í að ræða um Bakkafjöru og kom einn fundarmanna með mjög athyglisverðar upplýsingar, m.a. þær að í nágrenni við þann stað þar sem hugmyndin er að taka grjót í varnargarðana, eru vatnslyndir okkar eyjamanna. Það hlýtur að vekja áhyggjur hjá mönnum vegna hugsanlegrar mengunar, að maður tali nú ekki um þá staðreynd, að í eyjum er að hefjast bygging á verksmiðju, sem ætlar að sérhæfa sig í útflutningi á vatni. Einnig kom fram, að á netinu er hægt að finna nú þegar verðskrá vegna flutninga á vöru til og frá eyjum, og kemur þar greinilega fram, að vöruflutningar til eyja munu hækka all verulega. Svo ekki er það nú gott. Svo er aftur spurning, hvað er gott með þessari Bakkafjöru? Spyr sá sem ekki veit.

Að lokum langar mig að þakka fyrir góðan fund og óska sérstaklega Guðrúnu Maríu til hamingju með nýja starfið, ég hef nú getað lesið skrif hennar allt síðasta árið á blogginu, og alveg ljóst að þar er á ferðinni frábær penni og mikill ánæja  með hennar störf fyrir Frjálslynda flokkinn . Takk fyrir mig .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Georg, Sá sem hefur upplýst ykkur þarna á fundinum um grjótnám á Hamragarðaheiði er ekki góður í landafræði, það vill svo til að ég þekki vél til þarna og það veit ég að það eru margir kílómetrar á milli Stórumarkar og Hamragarðaheiði, svo er eitt stórt fjall (Fagrafell) á milli og fjallgarður þar á milli, bara að leiðrétta staðreyndavillu, kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 27.4.2008 kl. 23:08

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Helgi , ég þekki þetta ekki sjálfur en mun kannski kynna mér þetta betur . kv .

Georg Eiður Arnarson, 27.4.2008 kl. 23:13

3 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Góðir fundir þurfa ekki alltaf að vera þeir fjölmennustu. Gott að heyra að hann gekk vel. Mér finnst persónulega formaðurinn ekki nógu sýnilegur í umræðunni, hvað sem veldur því.

Mér er lífisins ómögulegt að skilja þessa stefnu með Bakkahöfn, eins og ég hef sagt áður. Á rætur að rekja þangað og þykir vænt um Bakka og Landeyjarnar, það er ekki málið. Kostirnir eru þeir að sjóleiðin styttist og hægt að fara fleiri ferðir, þar með flytja fleiri farþega, bíla og meira magn af vörum.  Farþegar verða síður sjóveikir sem  er í mínum huga ansi eftirsóknaverður kostur

Helstu ókostirnir eru þeir að vegalengdin/aksturinn til Rvíkur lengist allverulega, leggja þarf nýjan veg frá þjóðveginum og að Bakkafjöru. Byggja þarf upp höfn með tilheyrandi mannvirkjum og kostnaði. Síðast en ekki síst, eru skilyrðin ekki endilega hagstæð til lendingar í öllum veðrum þannig að  fleiri ferðir munu falla niður en gerir í dag. 

Það þarf að vega og meta kosti og galla, samlegðaráhrif og kostnað, ekki síst fórnarkostnaðinn. Ég hef ekki lesið um nein sterk rök fyrir þessari leið önnur en pólitísk. Rangárþing ytra mun að sjálfsögðu hagnast ef þessi leið verður farin e spurningin er sú, hvað er best fyrir Vestmannaeyinga. Þetta er jú, þeirra þjóðvegur og framkvæmdir miðast við hag Eyjamanna fyrst og fremst - eða hvað?

Menn þurfa að færa sterk rök fyrir hafnagerð í Bakkafjöru og ávinningurinn fyrst og fremst að vera fyrir Eyjamenn, ekki hagsmunahópa eða önnur sveitarfélög. Samlegðaráhrif geta hins vegar verið jákvæð fyrir báða aðila en eiga ekki að vera ráðandi í jaf stórri ákvörðun sem þessari. 

Mér finnst Eyjamenn hafa sofnað dálítið á verðinum, eins og allt loft væri úr þeim þegar göngin voru blásin af.  

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 27.4.2008 kl. 23:52

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heldurðu að ég hafi ekki knúsað karlinn í dag

Heiða Þórðar, 28.4.2008 kl. 00:53

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Georg og takk kærlega fyrir síðast sem og góðar óskir í minn garð.

Það var einstaklega ánægjulegt að koma til Eyja, og fundurinn góður.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.4.2008 kl. 01:28

6 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæl Guðrún Jóna , varðandi formanninn þá finnst mér einmitt þetta vera einn af hans bestu kostum , það er að segja hann er ekki alltaf að troða sér fram enda þarf hann þess ekki allir vita að hann er akkerið í flokknum og án hans væri flokkurinn ekki til . kv .

Georg Eiður Arnarson, 28.4.2008 kl. 10:40

7 identicon

Komdu sæll Georg

Hvaða brandari er þetta með vatnið

Ég skora á þig og heimildarmann þinn að fara saman upp á Hamragarðaheiði og skoða aðstæður segðu okkur svo hvort þessi hætta er alveg rosalega mikil.ég hef farið alloft þangað upp og skil ekki þetta (fyrirgefðu orðalagið)rugl.   Nú býður maður bara spenntur hvað þínir heimildarmenn fynna næst sem hægt era að nöldra um.

Kveðja Sigurður Þórarinsson

Sigurður Þórarinsson (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband