29.4.2008 | 17:26
Hann er hálfhvass núna
Smá viðbót í sambandi við upplýsingar um hugsanlega mengun á drykkjarvatni okkar eyjamanna vegna grjótnáms. Mér er sagt að það sé rétt að töluverð fjarlægð sé á milli grjótnámunnar og vatnslindarinnar okkar, en grjótnáman sé hinsvegar töluvert fyrir ofan vatnslindirnar og það þurfi hugsanlega að flytja grjótið framhjá vatnslindunum (sel það ekki dýrara en ég keypti það).
Mér er sagt að það hafi verið ágætis mæting hjá Framsókn í eyjum í gærkvöldi, ég komst reyndar ekki sjálfur (var að vinna) en mér er sagt að nú sé þegar sennilega búið að hafna hugmyndum eyjamanna um Bakkaferju og í raun og veru virðist vera mjög óljóst, hvernig staðan er á þessu máli öllu í dag.
Það er svolítið merkilegt að sjá þetta rok núna, svona lagað þekkjum við vel hérna í eyjum, en í þessari átt er algjörlega sjólaust í Bakkafjöru, ég hef hinsvegar lent í því að vera að draga net þarna, aðeins 10 m. frá fjörunni í svona veðri, en ég sá aldrei fjöruna og eftir að hafa dregið þessar tvær trossur sem ég átti þarna í fjörunni, voru bæði báturinn og netin orðin svört og brún af mold.
Smá viðbót frá fundinum hjá Frjálslyndum s.l. föstudag. Ég hef töluvert gagnrýnt alla þessa svokölluðu sérfræðinga. Ég er t.d. ekki sammála sérfræðingum Hafró um stöðu fiskimiðanna, ég er ekki alveg sammála sérfræðingum Siglingamálastofnunnar varðandi Bakkafjöru, þó ég efist ekki um hæfni þeirra til að gera höfn þarna, og ég er algjörlega ósammála fuglafræðingunum í Setrinu um stöðu lundans í eyjum og kannski má segja sem svo, að formaðurinn hafi komið með ágæta lýsingu á sérfræðingum, því að enginn sérfræðingur í nokkurri peningastofnun eða bankastofnun spáði því s.l. haust að þetta hrun, sem er orðið núna yrði. Kannski ekki sambærilegir sérfræðingar, en sérfræðingar þó og svo ég endi þetta með orðum eins af þeim sem mættu á fundinn, þá orðaði hann það þannig, að ef sérfræðingar hefðu verið fengnir til að hanna hestinn, þá lyti hann sennilega í dag út eins og úlfaldi.
Smá fréttir frá sjónum. Fór á sjó föstudag og laugardag, fiskaði liðlega 3 tonn samtals, mestmegnis bolta þorskur, sem fékkst á færi og merkilegt nokkuð, að þó að hrygningarstoppið sé nýlokið, þá á töluvert af þorskinum ennþá eftir að hrygna. Einnig varð ég var við töluvert æti og fékk t.d. nokkra fiska á föstudeginum inni á Sandagrunni, sem ældu út úr sér mikið af trönusíli og öðrum sílum. Einnig var töluvert af síld í fiskinum, sem er held ég, óvenju snemmt.
Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Georg.
Já þetta var ansi góð samlíking þetta með úflaldann he he...
Annars er rokhvasst á köflum hérna lika og að mér finnst fremur óvenjulegt í þessari átt á þessum tíma.
góð kveðja.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 30.4.2008 kl. 00:28
Sæll Georg, enn og aftur verð ég að setja ofaní þennan heimildarmann þinn, sem er að reyna að koma með rök á móti Bakkafjöruhöfn, ég mæli með því að þið leggist yfir landakort og skoðið þetta og þá sjáið þið að vegurinn liggur jafn langt frá Stóru Mörk og náman sjálf og þetta með að grjótnáman sé ofar en vatnslindinn breytir engu, kær kveðja.
Helgi Þór Gunnarsson, 2.5.2008 kl. 17:39
Sæll Helgi , ég þekki þetta ekki sjálfur , en það var Þór Engilberts sem sagði mér þetta , ég skoða þetta betur þegar ég hef tíma til . kv .
Georg Eiður Arnarson, 2.5.2008 kl. 21:45
Kvitta fyrir mig
Ólafur Ragnarsson, 4.5.2008 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.