2.5.2008 | 20:55
Þorskur út um allan sjó
Ónauðsynlegur niðurskurður í þorski gefa ætti út 200 220 þús. tonna jafnstöðuafla
Skipstjórinn á frystitogaranum Þór HF Þorvaldur Svavarsson er í viðtali í Úr Verinu í Morgunblaðinu í gær 28. apríl. Þar gagnrýnir Þorvaldur veiðiráðgjöf og stjórnunina. Hann segir þorsk á öllum veiðislóðum meira að segja á miklu dýpi þar sem hann eigi ekkert að vera að þvælast.
Í viðtalinu má glöggt lesa að sjónarmið þeirra sem eru á grunnslóðinni fer vel saman við sjónarmið togaraskipstjórans.
Þorvaldur segir að úthlutunin sé svo lítil að ekki sé hægt að veiða á hefðbundnum veiðislóðum þorsks, hann er bara orðinn meðafli.
Þorvaldur segir þorskinn vel haldinn, en bætir við. Engu að síður held ég að það sé staðreynd að við erum að veiða ætíð frá þorskinum. Við erum að taka allt of mikið af loðnu. Þorskurinn verður að fá að éta. Það væri miklu nær að takmarka loðnuveiðarnar verulega og veiða hana aðeins til manneldis og fá þannig mikil verðmæti úr minna magni. Skilja hitt eftir handa þorskinum og búa þannig til enn meiri verðmæti.
Í lok viðtalsins segir Þorvaldur: Okkur vantar meiri þorskkvóta og það er full innistæða fyrir aukningu. Þá hefðum við það svakalega fínt. Stjórnvöld ættu að gefa út janfstöðuafla til fimm eða sex ára í senn, 200.000 til 220.000 tonn á ári, og láta okkur svo vera í friði.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góðar upplýsingar Georg.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.5.2008 kl. 01:01
Gott innlegg í umræðuna og fróðlegar upplýsingar
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 4.5.2008 kl. 02:36
já það er þettta með þorskinn, allir vita allt, engin veit svo neitt þegar á reynir.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 5.5.2008 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.