6.5.2008 | 20:46
Annasamir dagar
Það er mikið búið að gerast og enn meira framundan. Fór á sjó miðvikudag, fimmtudag og föstudag, fiskaði einhver 4 tonn, mest stórþorskur og veðurspáin segir að það verði sjóveður á morgun og hugsanlega á fimmtudag, svo ég náði næstum því að beita upp með því að beita alla helgina, en samt ekki alveg.
Um næstu helgi er ég búinn að lofa mér í sjóstöngina og heyrist mér talsvert vera komið af þátttakendum, en veðurútlit mætti alveg vera betra.
Ég hef ekkert frétt af fundi bæjaráðsmanna og samgönguráðuneytis frá því í gær, en það vakti athygli mína að í Vaktinni s.l. föstudag er viðtal við bæjarstjórann okkar, þar sem ég gat ekki betur lesið en að hann væri að lýsa yfir áhyggjum af því, að hugsanlega væri komin upp sú staða að vegna kreppunnar í fjármálageiranum, yrði Bakkafjöruhöfn hugsanlega frestað um einhvern tíma og jafnvel um einhver ár. Þetta vakti athygli mína vegna þess, að þegar ég var búinn að landa á föstudaginn kom til mín maður og sagði mér þær fréttir, að sennilega væri búin að fresta Bakkafjöru um 2-3 ár. Ég sagðist nú ekki vera tilbúinn að trúa þessu svona, en velti þessu samt upp vegna viðtalsins við bæjarstjórann, enda hefur það sýnt sig að stundum er gott að velta upp spurningum, sem að kannski er ekki alveg fótur fyrir til þess að fá greinargóð svör við mikilvægum spurningum, eins og t.d. spurningunni sem ég velti upp fyrir viku síðan um það, hvort að möguleiki væri fyrir því að mengun vegna grjótnáms gæti orðið í nágrenni við vatnslyndir eyjamanna og langar mig að nota þetta tækifæri og þakka Ívari Atlasyni hjá Hitaveitu Suðurnesja fyrir góð svör.
Annað sem vakti athygli mína í viðtali við bæjarstjórann, er að hann segir m.a. að ósamstaða heimamanna sé ekki til þess fallinn að hjálpa okkar málstað. Þarna kemur bæjarstjórinn að mínu mati svolítið aftan af sjálfum sér, því eins og bæði hann og allir aðrir vita, sem hafa fylgst með skrifum mínum og annarra, um Bakkafjöru, þá hafa bæði ég og margir aðrir marg sinnis skorað á bæjarstjórann (m.a. skrifaði ég þetta inn á bloggsíðu bæjarstjórans) að efna til kosninga um þessa tvo valmöguleika í samgöngumálum okkar sem eftir eru, þ.e.a.s. nýjan hraðskreiðari Herjólf eða Bakkafjöru. Þessu hefur bæjarstjórinn aldrei séð ástæðu til að svara. Ég hinsvegar, hef marg lýst því yfir, að ef efnt hefði verið til kosninga og 50,01% eyjamanna eða meirihluti sagt já við Bakkafjöru, þá hefði ég einfaldlega unað þeirri niðurstöðu sáttur, svo ég held því fram að samstaða eyjamanna sé með ágætum, en samtaða eyjamanna og bæjarstjórnarinnar mætti kannski vera betri.
Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:23 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Goggi
Þú talar um atkvæðagreiðslu á milli Bakkafjöru eða hraðskreiðari Herjólfs til Þorlákshafnar. Afhverju ekki Herjólf sem fer á lengri tíma til Þorlákshafnar, það er jú svo gott að sofa í Herjólfi. Eða Herjólf sem siglir til Reykjavíkur, þá þurfum við ekki að keyra á þessum hræðilegu þjóðvegum landsins og getum sofið í lengri tíma.
Hver ræður hvað valmöguleika verður boðið upp á í kosningunni?
kv
Egill Arnar
Egill Arnar (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 22:46
Sæll Georg.
Góður pistill.
Já þú segir fréttir með hugsanlega frestun Bakkafjöru.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 7.5.2008 kl. 00:12
Góður pistill Georg. Það kæmi mér ekki á óvart ef ráðamenn frestuðu málum miðað við núverandi efnahagsástand. En að kenna ósamstöðu Eyjamanna þar um er náttúrlega eins og hver önnur firra sem enginn kaupir!
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 7.5.2008 kl. 00:23
Góður og ekki þarf að fjölyrða um það, að ég er innilega sammála . Kveðja
Þorkell Sigurjónsson, 7.5.2008 kl. 05:40
Sæll Egill , bæjarstjórnin ber ábirgðinna ein í dag og hefur eyjamenn ekki á bak við sig og ber þess vegna ein ábirgðinna ef þetta klúðrast eða verður frestað . kv .
Georg Eiður Arnarson, 7.5.2008 kl. 06:55
Ef búið er að fresta "Bakkafjöruklúðrinu", eru þá engar fréttir af hvað á að gera varðandi Herjólf í millitíðinni, eða á kannski bara að láta reka á reiðanum?
Jóhann Elíasson, 7.5.2008 kl. 09:26
Komdu sæll Georg.
Mér fynnst þessi neikvæði bölsýniskór á síðunni þinni orðinn nokkuð kunnuglegur og er það mín einlæg ósk að með rísandi sól byrti til hjá ykkur eins og hjá okkur hinum.
Ég er alveg hand viss um að bæjarstjórinn okkar hefur meirihluta bæjarbúa á bak við sig í baráttunni um bakkafjöruhöfn.
Kveðja Sigurður Þórarinsson
Sigurður Þórarinsson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 12:27
Sæll Sigurður , þú kallar þetta bölsýni , en ég kalla þetta raunsæi og mér er farið að finnast allt of markir sem eru hrifnir af þessu Bakkafjöru ævintýri vera svolítið veruleika fyrtir .
Ég er alveg hand viss um það að bæjarstjórinn hefur ekki meirihluta bæjarbúa á bak við sig en úr því fæst víst ekki skorið enda hefur hann greinilega ekki kjark til að efna til kosningar um þetta , þess vegna segi ég hann ber þá ábyrgðina og verður að svara fyrir það ef þetta klúðrast . kv .
Georg Eiður Arnarson, 7.5.2008 kl. 13:50
Sæl veriði!
Hef enga trú á að menn séu að slá þessu á frest, en ef ríkið frestar bakkafjöruhöfn eða aflýsir vegna efnahagsástandsins að þá held ég að á sama grunni rúlla menn nýrri og stærri ferju sem kostar 500 til 800 miljónir á ári að reka útaf borðinu.
Beggi (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 15:36
Sæll Beggi, þetta er einmitt kjarni málsins , við áttum að fara fram á nýtt skip fyrir nokkrum árum síðan . kv .
Georg Eiður Arnarson, 7.5.2008 kl. 15:55
Sæll Georg bloggvinur.Það var nokkrum sinnum sem ég for á sjóstangveiðimótið í Eyjum og það var mjög gaman en best þótti mér þegar Hvítasunnan var frekar seint í maí og júníbyrjum. Það er sorglegt að það skuli ekki vera ráðist í að gera það sem meirihlutinn vill,því ef þetta verður bakkaklúður þá er ekki meirihluti fylgjandi ég trúi því ekki.
Guðjón H Finnbogason, 7.5.2008 kl. 17:36
Elliði hlýtur að fara að sjá að sér - Ég trúi ekki öðru.
Sigurjón Þórðarson, 9.5.2008 kl. 21:03
Innlit, með góðri kveðju til þín.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 10.5.2008 kl. 17:48
Heill og sæll Georg, heldur þú virkilega að þessi neikvæða umræða sem sem
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.5.2008 kl. 21:21
Heill og sæll Georg heldur þú virkilega í alvöru að þessi neikvæða umræða um Bakkafjöru hafi ekki áhrif á þá sem ráða fjármagninu í þessu landi okkar, ég held þú hljótir að vita betur. Ég hef ekki trú á að þú nentir að halda þessari neikvæðu umræðu gángandi allann þennann tíma ef þú hefðir ekki trú á að þetta gefði áhrif.
Ég skil heldur ekki alveg hvers vegna þú og margir aðrir eru að agnúast út í bæjarstjórann ykkar, þú hlítur að vita að hann ræður t.d. ekki hvort greitt verði atkvæði um Bakkafjöru eða nýjan Herjólf, hann framkvæmir bara það sem meirihluti bæjarstjórnar hefur samþykkt að gera. Elliði hlítur svo að eiga rétt á því að hafa sína skoðun á málinu rétt eins og þú, ég og allir aðrir.
Vonandi sjá og skilja eyjamenn það að samstaða er það sem skiptir öllu máli hvort sem Bakkafjara verður valin eð nýr og öflegri Herjólfur.
kær kveja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 16.5.2008 kl. 21:44
Sæll Simmi!
Svolítið undarleg skrif hjá þér, sem ég hreinlega skil ekki alveg, en það er greinilegt að þú hefur ekki verið í umræðunni hér í eyjum.
Kv.
Georg Eiður Arnarson, 19.5.2008 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.