Allt á fullu í eggjatínslu hjá mér

Hef þess vegna frekar lítinn tíma til að skrifa að undanförnu, enda er eggjatínslan fyrst og fremst áhugamál og ánægja (og pínulítil líkamsrækt), og er einnig viðbót við aðra vinnu sem ég er að sinna eins og alla aðra daga.

Ég ætlaði að setja inn fína eggjamynd af mér, en tölvan er eitthvað að ergja mig og neitar myndinni, svo það kemur bara seinna, verð sennilega að fara í viðgerð með tölvuna og stórt spursmál, hvort maður noti ekki tækifærið og skipti um netþjón.

p/s

Langar að óska ÍBV strákunum innilega til hamingju með frábæra byrjun, það er greinilegt að stemmningin í liðinu er allt önnur og betri en á síðasta ári. Alltaf gaman að sjá ÍBV í fyrsta sæti, þó að aðeins séu búnar tvær umferðir.

ÁFRAM ÍBV!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Georg.

Stundum mætti halda að Eyjamenn hafi fleiri tíma í sólarhringnum en við landkrabbarnir he he....

Er þetta ekki ægilegt príl ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.5.2008 kl. 01:27

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæll félagi.

Þetta er yndislegur tími (eggjatíminn). Ég efast ekki um það að ÍBV koma upp í haust annað er ekki í boði.

Guðjón H Finnbogason, 22.5.2008 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband