25.5.2008 | 20:47
Er ennþá í vandræðum með tölvuna..
.. enn ætla að sjá hvort að þetta komist inn.
Smá framhald í sambandi við eggjatímann. Í gær komust þeir eggjatökumenn í skerin sunnan við eyjar og voru öll skerin hreinsuð svo að eitthvað ætti að fást af svartfuglseggjum í vikunni.
ÍBV vann sinn þriðja leik, og enn og aftur 2-0. Innilega til hamingju strákar.
Það gengur mikið á í samgöngumálum okkar eyjamanna þessa dagana, en mér sýnist að staðan sé þannig núna að í raun og veru vitum við ekkert um það hvort af þessari landeyjarhöfn verður eða ekki, en vonandi skýrist það í vikunni. Það merkilegasta þó eru þessar tölur sem menn eru farnir að tala um í dag, þ.e.a.s 14 og hálfan milljarð fyrir reksturinn í 10 ár og ef við uppreiknum þetta til næstu 30 ára og bætum síðan við kostnaði við að gera höfnina og byggja skipið, þá er ég nú farinn að hallast að því að þeir gangasinnar sem telja að þessi upphæð samtals geri meira en dugar fyrir göngum milli lands og Eyja hafi talsvert til síns máls. En sumar vilja meina að um það hafi eyjamenn ekkert að segja lengur.
Veðrið í Eyjum er búið að vera alveg frábært þessa helgi og frúin komin á kaf í garðinn, enda eru næg verkefnin þar. Ég er með nokkrar myndir úr garðinum og úr eggjaferð, en vegna tölvuvandræða næ ég þeim ekki inn. Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ÍBV er í góðum gír sýnist mér. Eru þið komin með sterkt lið á ný?
Vonandi viðrar vel til eggjatínslu, vorin geta verið yndisleg í Eyjum, ekki laust við ,,heimþrá".
Þetta með ferjuna fer að verða eins og hin endalausa saga, eða hvað? Fylgist spennt með
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 25.5.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.