31.5.2008 | 11:24
Sjómenn til hamingju með daginn
Mjög skrítin upplifun mín á jarðskjálftanum, því ég fann vel fyrir honum þó að ég væri staddur um borð í bátnum mínum sunnan við Þrídranga, á keyrslu og sló ég snarlega af, því það var eins og ég hefði fengið í skrúfuna. Þetta sýnir okkur glöggt, hversu lítils megnug við erum í samanburði við náttúruöflin.
En ég réri þrisvar í síðusut viku og fiskaði ca. 4 1/2 tonn af blönduðum fiski.
Varðandi niðurstöðu Ríkisstjórnarinnar um Landeyjarhöfn, þá kemur hún ekki á óvart, en vonandi verður þetta bara í lagi og tilbúið 2010, en um það efast ég og þar sem ríkið ætlar sér að eiga þetta og reka, þá tel ég mjög líklegt að það verði dýrara fyrir okkur bæði að fara milli lands og eyja og að flutningar á vörum muni hækka, því að ríkið tekur alltaf sitt.
Enn einn sigurinn hjá ÍBV og enn einu sinni 2-0 og það á útivelli, til hamingju strákar.
Það er komin sól og blíða í eyjum núna, en svona aðeins vestan golukaldi. Ég ætla mér að taka frí um helgina og óska öllum sjómönnum til hamingju með daginn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Innilega til hamingju með daginn Georg.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 31.5.2008 kl. 23:41
Til Hamingju með dagin Georg
Árni Sigurður Pétursson, 1.6.2008 kl. 04:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.