Lundinn

Það vakti athygli mína, viðtal við Mara í Miðstöðinni í Vaktinni í síðustu viku, þar sem hann lýsir yfir áhyggjum yfir því, hve lítið sjáist af lunda og að hann hafi að undanförnu kíkt í 21 holu, en aðeins séð 2 egg. Þarna er ég nokkuð sammála Mara, því ég hef séð frekar lítið af lunda að undanförnu, en tek undir með honum um að vonandi batnar þetta þegar líður á júni og í raun og veru er kannski eðlilegt að ekki sjáist mikið af lunda um þetta leytið, enda er það fyrst og fremst holufuglinn sem á að vera að koma núna og á fyrst og fremst að vera í skylduverkunum í holunum. Veiðistofninn og ungfuglinn kemur að öllum líkindum ekki fyrr en jafnvel eftir mánuð og hefur, eins og fjölmörg dæmi hafa sýnt mér átt það til að koma jafnvel ekki fyrr en í ágúst, en til merkis um það, hversu gott útlitið er, þá var ég að tala við Val Andersen, Súlnaskers greifann, og voru þeir að ljúka sinni síðustu ferð í svartfuglsegg núna fyrir helgi. Á síðasta ári fengust aðeins 600 svartfuglsegg í suðurskerjunum, en 2600 núna (Súlnasker, Hundasker, Gerfuglasker). Svo samkv. þessu lítur þetta miklu betur út, en kannski hefði mátt taka ákvörðun um lundaveiðitímabilið í sumar seinnipartinn í júni, þegar útlitið væri orðið svolítið skýrara, en í sjálfu sér er ég sammála þeirri ákvörðun sem nú þegar liggur fyrir, að hefja veiðar 10. júli, en endurskoða svo stöðuna í lok júli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband