2.6.2008 | 20:09
Kvótinn
Það er frekar hart í ári hjá leiguliðum þessa dagana og ég var að fá þær fréttir af suðurnesjunum, að þar stefni í fjölda gjaldþrot margra minni útgerðarmanna og m.a. hringdi í mig maður í dag, sem hefur verið að beita á suðurnesjunum, til að reyna að selja mér nokkur línubjóð, sem var það eina sem hann gat fengið upp í það sem hann átti inni hjá útgerðinni, því útgerðin var farin á hausinn og sagði mér m.a. dæmi um útgerðarmann, sem fór á sjó fyrir nokkru síðan, fiskaði 4,5 tonn, mest þorsk, en þegar útgerðarmaðurinn hafði borgað leiguna, beitninguna, beituna og olíuna, þá stóðu eftir aðeins innan við 100 þús. krónur fyrir gjöldum og leigu á húsnæði og var þetta samt einn af betri róðrum hjá þessum manni.
Ekki þáði ég nú línuna, enda hart í ári hjá mér, eins og öðrum leiguliðum, og þar á ofan bætist við austan bræla hér dag eftir dag og spáir einmitt austan átt fram i næstu viku.
Leiga á þorskkvóta í dag (ef hann fæst), er um 240-250 kr. kg. og fyrir fisk sem er að seljast á mörkuðunum frá 200 til liðlega 300 krónur, þá getur verið erfitt að skauta á þessari örmjóu línu. Sem betur fer, er ég þó með flestar þær tegundir sem ég veiði í föstum viðskiptum, en það dugar ekki endalaust, enda hefur olían hækkað, beitan hækkað, leigan hækkað og í flestum tegundum, verðið lækkað. Svo það væri nú mikill munur ef að hægt væri að snúa aftur með smábátana í það kerfi sem við vorum í fyrir nokkrum árum síðan, þ.e.a.s. þorskaflahámarks kerfið, þar sem Þorskurinn var í kvóta en allar aðrar tegundir voru utan kvóta. Fyrir því ætlum við í FF að berjast.
Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:18 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Georg.
Góður og upplýsandi pistilll um ástandið í þessu efni.
Sem er óviðunandi í raun.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 2.6.2008 kl. 23:50
Góður pistill en ekki góðar fréttir. Svona er Ísland í dag
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 2.6.2008 kl. 23:59
Heill og sæll Georg þettar er hálf ömurleg lýsing á ástandinu við sjávarsíðuna en engu að síður blákaldur veruleikinn og lýsir vel hvernig besta fiskstjórnunarkerfi í heimi virkar. Við skulum vona að FF fái góða kosningu í næstu kosningum og geti lagfært þett handónýta kerfi eitthvað.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 3.6.2008 kl. 21:42
Svona "blæðir" sjávarbyggðunum smám saman út. Á hverju er ætlast til að þessi þjóð lifi, þegar sjávarútvegur hefur lagst af?
Jóhann Elíasson, 4.6.2008 kl. 23:24
Kæri félagi.Vil bara taka undir með þér og kvitta fyrir lestur á skrifum þínum undanfarið.Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 6.6.2008 kl. 21:40
Sæll Georg. Takk fyrir síðast. Gaman að sjá þig face to face loksins. Þetta er fín lýsing á ömurlegu ástandi. Hvernig getið þið haldið svona út? Ég tek undir það að sjávarbyggðunum blæðir og einyrkjunum líka. Ömurlegt ástand. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 8.6.2008 kl. 07:41
Heill og sæll Georg, langar að spurja þig hvað er hægt að geyma svartfuglsegg lengi í kæli ?
Kær kveða SÞS
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.6.2008 kl. 23:16
Takk fyrir kveðjurnar öll, frekar lítill tími þessa dagana hjá mér til skrifta, en varðandi eggin, Simmi, þá hef ég eitt sinn geymt egg í ísskápnum hjá mér fram að Þjóðhátíð, en þá byrjuðu þau að gulna. Sumir sjóða þau í 3 mín. og frysta síðan, en ég hef aldrei prófað það sjálfur.
Kv. GEA
Georg Eiður Arnarson, 11.6.2008 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.