11.6.2008 | 20:12
Áfram ÍBV og fleira
Það er gaman að fylgjast með ÍBV þessa dagana og greinilegt að liðið er á bullandi siglingu, en mig langar aðeins að minnast á bikarleikinn um daginn, sem við unnum 3-2 eftir framlengingu. Það vakti athygli mína að í viðtölum fyrir leikinn sagði Heimir þjálfari, að hann byggist við mjög erfiðum leik og var ég honum sammála þar, enda eru allir bikarleikir erfiðir, en þrátt fyrir það þá stillti hann ekki upp okkar sterkasta liði og í raun og veru vorum við aðeins 7 mín. frá því að detta út úr bikarkeppninni. Það er í sjálfu sér allt í lagi að aðrir leikmenn fái líka tækifæri, en í þessum leik voru það greinilega mistök, sem menn læra vonandi af.
Meira um boltann. Ég var staddur í Reykjanesbæ á sunnudaginn og horfði á Keflavík vinna KR nokkuð örugglega 4-2, þar sem fyrrum leikmaður okkar, Atli Jóhannsson fékk loksins tækifæri (en bara allt of seint), en mér finnst það alltaf jafn skemmtilegt og ánægjulegt að horfa á KR tapa og það verður enn skemmtilegra að sjá þá tapa á Hásteinsvelli á næsta ári (nema ef þeir falla), (vonandi fæ ég ekki skammir frá búkollu, bloggvinkonu). Áfram ÍBV.
Ég fékk DV með póstinum í dag og er þar lítil grein um Landeyjahöfn, en í sjálfu sér ekkert nýtt og þar fyrir utan, þá nenni ég ekki að skrifa um þetta meir, enda er málið alfarið úr okkar höndum. Ég kom hinsvegar með Herjólfi á sunnudagskvöldið og þótt að það væri hægur vindur og ekkert svo mikill sjór, þá lét skipið furðu illa og ljóst að það er löngu kominn tími á að endurnýja það, en því miður hefur bæjarstjórnin okkar ekki áhuga á því, svo enn verðum við að bíða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:47 | Facebook
Athugasemdir
Við kaupum hann fyrir næsta sumar . kv .
Georg Eiður Arnarson, 11.6.2008 kl. 20:58
Snjólfur hefur alltaf verið veltidallur og skánar örugglega ekki með aldrinum. Frábær árangur hjá ÍBV, bíð eftir því að þeir nái sama blússi og 1998 (ef ég man rétt). sjaldan eða aldrei verið jafn skemmtilegir, fögnin, stemningin og allt það. Hvaða tímabil var þetta Georg? Minnir er farin að ryðga
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.6.2008 kl. 23:49
"og ánægjulegt að horfa á KR tapa og það verður enn skemmtilegra að sjá þá tapa á Hásteinsvelli á næsta ári"
Við fáum þá bara í 8 liða úrslitum í bikarnum :)
Árni Sigurður Pétursson, 12.6.2008 kl. 08:14
Áfram ÍR.
Magnús Paul Korntop, 13.6.2008 kl. 10:35
Hi Goggi og Guðrún. Ég vona og trúi að ÍBV komi upp enda eru þeir með frábært lið og gengur rosalega vel núna í upphafi. Ég vona auðvitað að mitt lið Þróttur, haldist uppi og við eigum eftir að sjást á vellinum.
Sigurður Þórðarson, 13.6.2008 kl. 16:23
Til hamingju Goggi! Þið eruð með fullt hús eftir 7 umferðir.
Sigurður Þórðarson, 15.6.2008 kl. 23:38
Ég biðst afsökunar á því ef ég svara ekki en ég er í vandræðum með tölvuna , en hún er á leiðinni í viðgerð . kv .
Georg Eiður Arnarson, 16.6.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.