ÍBV, Lundinn o.fl.

Það hefur verið frekar lítill tími til að skrifa að undanförnu, enda telst mér til að ég hafi róið 5 sinnum undanfarna 8 dagana og fiskað ca. 7-8 tonn.

Langar að óska ÍBV strákunum til hamingju með sigurinn á móti Njarðvík, en það verður að viðurkennast eins og er, að það var sanngjarnt þegar þeir jöfnuðu leikinn, en gerði sigurinn þeim meira sætari að gera sigurmark í lok leiksins. Liðið er greinilega mun sterkara en á síðasta ári, en virðist vera að upplifa svolítið erfitt tímabil núna, eins og um sama leitið í fyrra, en sem betur fer erum við með sterkari einstaklinga heldur en þá, sem geta klárað leikinn.

Margir hafa haft áhyggjur af því að undanförnu að lítið hafi sést til lundans, bæði í fjöllunum og á sjónum, en þetta er ósköp eðlilegt ástand og eftir að ég rak augun í það í dag að mikið af fugli var komið á sjóinn við Sæfell, án þess að nokkuð flug var í fjöllunum, þá fór ég sjónauka-rúnt kl. 10 í kvöld og var þá t.d. Miðklettur orðinn þakinn af lunda frá toppi og niður, svo nú kætast lundaveiðimenn, enda aðeins 12 dagar í að veiðar megi hefjast.

Það vakti athygli mína, forsíðugreinin í Fréttum á fimmtudaginn, þar sem íhaldsmenn gráta sáran yfir því að nýja ferjan komi hugsanlega ekki fyrr en síðla árs 2011 og get ég svo sem að vissu leiti tekið undir það, en það merkilega samt að mínu mati, er sú staðreynd að fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar töluðu íhaldsmenn mikið um það, hversu gott það væri fyrir eyjamenn að hafa Sjálfstæðisflokkinn sem ráðandi afl, bæði í ríkisstjórn og bæjarstjórn, vegna þess að það gerði okkur eyjamönnum svo miklu auðveldara að ná okkar málum í gegn. Eins og reynslan hefur nú sýnt okkur, þá er svo alls ekki og vonandi lærir fólk eitthvað af atburðum síðustu mánaða og ára.

Meira seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Eitthvað brást þeim bogalistin, blessuðum. Hvað segir bæjarstjórinn nú?

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 00:58

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Georg.

Þeir hafa kanski ekki náð sambandi Sjálfstæðismenn í Eyjum við ríkisstjórnina í Reykjavík he he...... vegna samgönguerfiðleika....

Næstu sveitarstjórnarkosningar munu án efa birta ákveðin skilaboð um breytingar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.6.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband