Tók nokkrar myndir í kvöld

29062008 013

Það er gaman að sjá unga fólkið æfa sig í sigi í Spröngunni

29062008 014

Margir eyjamenn hafa tekið sín fyrstu skref í fjallaklifri og sigi þarna í Spröngunni

29062008 017

Tók þessa fallegu mynd af Litlahöfða og Stökkunum og ef myndavélin væri betri, þá sæist að sjórinn þarna er þakinn af lunda. Sjáið þið, hverju Litlihöfðinn líkist?

29062008 018

Smellti einni mynd af mínu gamla "heimili", Miðkletti enda lá ég þar oft á sumrin í tjaldi sem unglingur á meðan lundaveiðitíminn var.

29062008 019

Set að lokum inn fallega mynd af Ystakletti fyrir vin minn Hallgrím Þórðarson. Ég frétti að Grímur hefði verið eitthvað slappur í vetur, en vona samt að hann komist í klettinn í sumar til að slá nokkra fugla, en ef allt bregst, þá hringjum við bara í Magga Kristins og fáum þyrluna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Flottar myndir Georg, ég komst einmitt með minn unga mann fyrir nokkrum árum til Eyja þar sem hann gat aðeins spreytt sig í að spranga í Spröngu sem var nú aldeilis áhugavert fyrir þann hinn sama.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.6.2008 kl. 01:19

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Mér virðist Litlihöfði vera eins og steinbítur? Er það ekki?....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.6.2008 kl. 21:20

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Hafsteinn , eða eins og Hundshaus með opinn kjaftinn . kv .

Georg Eiður Arnarson, 30.6.2008 kl. 22:06

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Blessaður Georg, já það er líka sjáanlegt þarna ekki spurning.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 1.7.2008 kl. 11:48

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er verst að ég er lofthræddur. Eins og það er fallegt og stórkostlegt þarna.

Sigurður Þórðarson, 12.7.2008 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband